Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 74

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 74
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201074 „nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“ eru vísbendingar um að ef nýir kennarar fá litla aðstoð og eru látnir afskiptalausir í starfi sínu muni þeir væntanlega halda áfram að kenna með takmarkaðri hæfni en slíkt þjónar engan veginn þörfum nemenda. Mikil hætta er talin á að álag í starfi verði þeim erfitt og geti valdið óánægju auk þess sem meiri hætta verði á að þeir yfirgefi starfið eftir stuttan tíma. Góð grunnmenntun ein og sér dugir skammt ef nýliðann vantar fræðslu og þjálfun í mikilvægum þáttum kennarastarfsins sem erfitt er að veita nema í tengslum við starfsvettvanginn sjálfan. Því er mikilvægt að nýta strax þá þekk- ingu sem reyndari samstarfsmenn búa yfir og geta veitt nýliðum (Feiman-Nemser 1983; Hammerness o.fl., 2005; María Steingrímsdóttir, 2007; Weiss, 1999). Day (1999) telur að í fyrstu hafi nýliðinn áhyggjur af sjálfum sér og eigin líðan, en með meiri reynslu hugleiði hann faglegar væntingar og hugsi um hæfni sína í starfi, samband sitt við nemendur og námsþarfir þeirra og að lokum nái hann því stigi að hann vilji hafa áhrif til góðs á nám nemenda. Day telur það ekki víst að allir kennarar upplifi þessi tímabil á fyrstu starfsárunum. Það skipti máli hvernig vinnustaðurinn taki á móti þeim því það hafi óumflýjanleg áhrif á áframhaldandi þroska þeirra í starfi. Fræðimenn hafa sett fram margar kenningar um starfsþroska, hæfni og líðan kennara á starfsævinni (Day, Sammons, Stobart, Kington og Gu, 2007; Dreyfus og Dreyfus, 1986; Feiman-Nemser, 1983; Fessler og Christensen, 1992; Fuller, 1969). Þessar kenn- ingar eru settar fram á mismunandi vegu og eru ýmist miðaðar við kennslureynslu eða við lífaldur kennara. Þær hafa verið settar fram sem líkön þar sem starfsævinni er skipt í mismörg stig eða þrep. Margar þessara kenninga gera ráð fyrir að hæfni og starfsþroski kennara aukist eftir tiltölulega fastmótuðu ferli þar til þeir ná því að verða afburðahæfir (e. expert) (Bartell, 2005). Höfundar kenninga um þrepaskiptan starfsþroska álíta að hvert tímabil einkennist af mismunandi þroska, þörfum og áhuga kennara sem tengist því að þeir eru, eftir því sem starfreynslan eykst, að öðlast nýja þekkingu, dýpri skilning á starfinu og ná betri tökum á því (Bartell, 2005; Hammerness o.fl., 2005). Enn fremur að það sé mjög misjafnt hvenær og hve lengi hver kennari sé á hverju stigi. Svo geti farið að kennarar fari skref afturábak í ferlinu og eins geti sumir jafnvel sleppt einhverju stigi. Þetta stafi af því hve flókið og margþætt kennarastarfið er og einnig er talið að ytri aðstæður eða persónulegir hagir kennarans geti ráðið þar um. Af þessu leiði að það sé erfitt að skipa kennurum á ákveðin stig einungis eftir starfsaldri eða lífaldri. Til að ná afburðahæfni í kennslu telja Hammerness o.fl. (2005) að þeir þurfi að starfa í allt að sjö ár en þó nái aðeins lítil prósenta þeirra þessum árangri. Þar ráði miklu hvernig kennaramenntunin er uppbyggð og sú leiðsögn og stuðningur sem veittur er á fyrstu árum kennslunnar. Þau telja einnig að með meiri þekkingu á einkennum hvers þroskastigs sé hægt að styðja kennara betur og á viðeigandi hátt og þannig sé hægt að koma fleiri kennurum fyrr til aukins starfsþroska og stuðla þar með að meiri fagmennsku í starfi þeirra. Sú fagmennska sem nútíminn krefur kennara um er ekki aðeins bundin störfum þeirra í skólastofunni. Hargreaves (1994) telur að fagmennska kennara þurfi að fela í sér nýja tegund samskipta kennara, nemenda og foreldra þar sem hið viðtekna faglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.