Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 144

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 144
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010144 að alaSt Upp með fötlUn sagðist hún aldrei hafa tengt einmanaleika við fötlun sína og einn pilturinn sagðist hafa fundist hann vera eins og hvert annað barn. Hann átti góða æsku og þakkaði hann það fjölskyldu sinni og góðum bekk og bekkjarfélögum í grunnskóla. Hann upp- lifði sig á engan hátt öðruvísi en hina krakkana eða eins og hann sagði: Ég leit aldrei þannig séð á mig sem fatlaðan … fötlunin hjá mér var aldrei neitt vandamál … gott dæmi um það var þegar ég ætlaði bara að drífa mig á handbolta- æfingu með félaga mínum, ég var ekkert að spá neitt heldur ætlaði bara að drífa mig á æfingu með honum … en svo fór ég náttúrulega að pæla að þetta væri kannski ekkert voðalega sniðugt. Annar piltur tók í sama streng og sagðist ekki hafa álitið sig frábrugðinn öðrum börnum og taldi sig ekki hafa liðið fyrir það í grunnskóla að vera fatlaður. Á grunnskólaárunum hafi krakkarnir borið virðingu fyrir honum. Öllum fannst slæmt hversu umhverfið átti til að einblína á skerðinguna og töldu að það gæti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd fatlaðra barna. Þau bentu á að mikilvægt væri að fólk horfði ekki einungis á neikvæðar hliðar og skerðinguna heldur á barnið í heild, færni þess og sterkar hliðar. Þau lögðu áherslu á að allir hefðu einhverja kosti og þó einstaklingur sé fatlaður hafi hann margt fram að færa. Unga fólkinu fannst ríkjandi ímyndir um fatlað fólk og öryrkja í íslensku samfélagi ákaflega neikvæðar og talaði um „aumingjastimpilinn“ á þessum hópum sem þeim fannst niðurlægjandi og erfitt að spegla sig í. Þau bentu á að neikvæður skilningur á fötluðu fólki, ekki síst fötluðum börnum, sem gölluðum og afbrigðilegum hefði gert þeim erfitt fyrir og þau hefðu þurft að leggja sig fram um að finna leiðir til að ræða á jákvæðan hátt um sig, líkama sinn, skerðinguna og aðstæður sínar almennt. Fyrir þau var skerðingin ekkert feimnismál, hún var eðlilegur hluti af þeim og þau áttu auð- velt með að tala um hana. Skerðingin gerði þau sérstök og öðruvísi en gat takmarkað möguleika þeirra. Þeim fannst þó ekki að skerðingin sjálf væri endilega neikvæð heldur var það sú neikvæða merking sem hún hafði meðal annarra og í samfélaginu í heild sem gat dregið úr sjálfsvirðingu og sjálfstrausti. Í hugum þeirra var það ekki skerð- ingin sem var þeirra helsta vandamál heldur viðbrögð samfélagsins við fötluðu fólki og ýmsar félagslegar hindranir sem þau ráku sig á. Þó að þau legðu sig fram um að birta mynd af sjálfum sér sem venjulegum börnum og ungmennum þurftu þau öll að takast á við það að vera fötluð og vinna úr því hvað það þýddi í lífi þeirra. Þau höfðu fáar jákvæðar fyrirmyndir og sum gripu til uppreisnar gegn staðalmyndum samfélagsins með svörtum húmor eða ögrandi hegðun. Þau reyndu einnig að skilgreina sig á jákvæðari hátt en staðalmyndirnar og beindu gagn- rýni sinni að umhverfinu og félagslegum þáttum sem sköpuðu þeim fleiri vandamál og hindranir en skerðingin. Neikvæðar ímyndir af fötluðum börnum, umræðan um það hversu mikil byrði þau væru á fjölskyldum sínum og samfélagi, og hvað líf fatl- aðra barna var oft tengt við sorg og harmleik virtist hafa þau áhrif að ungmennin áttu erfitt með að tala um vanlíðan og neikvæðar tilfinningar, efasemdir um eigið ágæti sem sóttu á þau af og til, hræðslu við höfnun og fleira slíkt. Þau óttuðust að ef þau ræddu um neikvæða þætti og erfiðleika við að takast á við aðstæður sínar myndi það magna þá ímynd að líf þeirra væri erfitt og sorglegt og það vildu þau alls ekki. Þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.