Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 144
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010144
að alaSt Upp með fötlUn
sagðist hún aldrei hafa tengt einmanaleika við fötlun sína og einn pilturinn sagðist
hafa fundist hann vera eins og hvert annað barn. Hann átti góða æsku og þakkaði
hann það fjölskyldu sinni og góðum bekk og bekkjarfélögum í grunnskóla. Hann upp-
lifði sig á engan hátt öðruvísi en hina krakkana eða eins og hann sagði:
Ég leit aldrei þannig séð á mig sem fatlaðan … fötlunin hjá mér var aldrei neitt
vandamál … gott dæmi um það var þegar ég ætlaði bara að drífa mig á handbolta-
æfingu með félaga mínum, ég var ekkert að spá neitt heldur ætlaði bara að drífa mig
á æfingu með honum … en svo fór ég náttúrulega að pæla að þetta væri kannski
ekkert voðalega sniðugt.
Annar piltur tók í sama streng og sagðist ekki hafa álitið sig frábrugðinn öðrum börnum
og taldi sig ekki hafa liðið fyrir það í grunnskóla að vera fatlaður. Á grunnskólaárunum
hafi krakkarnir borið virðingu fyrir honum.
Öllum fannst slæmt hversu umhverfið átti til að einblína á skerðinguna og töldu
að það gæti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd fatlaðra barna. Þau bentu á að mikilvægt
væri að fólk horfði ekki einungis á neikvæðar hliðar og skerðinguna heldur á barnið
í heild, færni þess og sterkar hliðar. Þau lögðu áherslu á að allir hefðu einhverja kosti
og þó einstaklingur sé fatlaður hafi hann margt fram að færa.
Unga fólkinu fannst ríkjandi ímyndir um fatlað fólk og öryrkja í íslensku samfélagi
ákaflega neikvæðar og talaði um „aumingjastimpilinn“ á þessum hópum sem þeim
fannst niðurlægjandi og erfitt að spegla sig í. Þau bentu á að neikvæður skilningur á
fötluðu fólki, ekki síst fötluðum börnum, sem gölluðum og afbrigðilegum hefði gert
þeim erfitt fyrir og þau hefðu þurft að leggja sig fram um að finna leiðir til að ræða á
jákvæðan hátt um sig, líkama sinn, skerðinguna og aðstæður sínar almennt. Fyrir þau
var skerðingin ekkert feimnismál, hún var eðlilegur hluti af þeim og þau áttu auð-
velt með að tala um hana. Skerðingin gerði þau sérstök og öðruvísi en gat takmarkað
möguleika þeirra. Þeim fannst þó ekki að skerðingin sjálf væri endilega neikvæð heldur
var það sú neikvæða merking sem hún hafði meðal annarra og í samfélaginu í heild
sem gat dregið úr sjálfsvirðingu og sjálfstrausti. Í hugum þeirra var það ekki skerð-
ingin sem var þeirra helsta vandamál heldur viðbrögð samfélagsins við fötluðu fólki
og ýmsar félagslegar hindranir sem þau ráku sig á.
Þó að þau legðu sig fram um að birta mynd af sjálfum sér sem venjulegum börnum
og ungmennum þurftu þau öll að takast á við það að vera fötluð og vinna úr því hvað
það þýddi í lífi þeirra. Þau höfðu fáar jákvæðar fyrirmyndir og sum gripu til uppreisnar
gegn staðalmyndum samfélagsins með svörtum húmor eða ögrandi hegðun. Þau
reyndu einnig að skilgreina sig á jákvæðari hátt en staðalmyndirnar og beindu gagn-
rýni sinni að umhverfinu og félagslegum þáttum sem sköpuðu þeim fleiri vandamál
og hindranir en skerðingin. Neikvæðar ímyndir af fötluðum börnum, umræðan um
það hversu mikil byrði þau væru á fjölskyldum sínum og samfélagi, og hvað líf fatl-
aðra barna var oft tengt við sorg og harmleik virtist hafa þau áhrif að ungmennin áttu
erfitt með að tala um vanlíðan og neikvæðar tilfinningar, efasemdir um eigið ágæti
sem sóttu á þau af og til, hræðslu við höfnun og fleira slíkt. Þau óttuðust að ef þau
ræddu um neikvæða þætti og erfiðleika við að takast á við aðstæður sínar myndi það
magna þá ímynd að líf þeirra væri erfitt og sorglegt og það vildu þau alls ekki. Þau