Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 37 frey Ja B i rg iSdÓtt i r skýring á þessu misræmi er sú að verkefni Mulford einskorðaðist við eina tegund viðskeytis, sem þýðir að svörin við spurningunum voru mjög keimlík. Auk þess voru sagnir með -ari endingum endurtekið hafðar fyrir börnunum, eða í hvert skipti sem þau voru beðin um að breyta nafnorði yfir í sögn (alls 20 sinnum). Því er ekki hægt að útiloka að sú aðferð sem Mulford beitti hafi ýtt undir ákveðna tegund svara og að góð frammistaða barnanna endurspegli að hluta til lærð viðbrögð í þessu tiltekna tilraunasamhengi, frekar en skilning þeirra á orðmyndun eða notkun á endingunni -ari í daglegu tali. Áhrif orðhlutakennslu á þróun orðaforða Erfiðleikar ungra barna við að leysa verkefni sem reyna á orðhlutavitund vekur upp þá spurningu hvort þau hafi næga þekkingu til þess að nýta sér orðhluta til þess að finna út merkingu ókunnra orða. Niðurstöður fylgnirannsókna sem kanna tengsl orð- hlutavitundar og orðaforða sýna að allt frá leikskólaaldri eru marktæk tengsl þarna á milli (McBride-Chang og félagar, 2005), en þau virðast þó sterkari þegar líða tekur á grunnskólaárin (Nagy, Berninger og Abbot, 2006). Mikilvægt er þó að hafa í huga að rannsóknir sem byggjast á fylgni sýna ekki fram á orsakasamband og því er nauð- synlegt að kanna hlutverk orðhlutaleiðarinnar í þróun orðaforða á fleiri vegu. Ein leið til þess er að fræða börn um orðhluta og reglur um orðmyndun og athuga hvort það hefur áhrif á hæfni þeirra til þess að tileinka sér ný orð. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa einnig mjög mikilvægt hagnýtt gildi, þar sem orðaforði gegnir lykilhlutverki á mörgum sviðum náms (Deacon og Kirby, 2008; Oulette, 2006). Ein rannsókn hefur verið gerð á áhrifum orðhlutakennslu á orðskilning barna á Íslandi. Sú rannsókn var hluti af meistaraverkefni Guðmundar Engilbertssonar (2010) og var tilgangur hennar að kanna áhrif orðnámsaðferðarinnar Orð af Orði á orð- og lesskilning barna. Aðferðin byggist á því að kennari velur lykilorð (orð dagsins) sem nemendur vinna nánar með, meðal annars með því að ræða um merkingu þess og tengsl við önnur orð og sundurgreina það í orðhluta. Vinnu dagsins lýkur svo með því að nemendur eru þjálfaðir í að nota orðið í tal- og ritmáli. Íhlutunin var 20 kennslu- stundir og voru áhrif hennar metin með því leggja orð- og lesskilningspróf fyrir 84 nemendur í 4. bekk, bæði áður en kennslan hófst og eftir að henni lauk. Sömu próf voru lögð fyrir samsvarandi hóp nemenda sem ekki tóku þátt í íhlutuninni. Eins og Guðmundur bjóst við jókst orðskilningur nemendanna sem fengu kennsluna mun meira á kennslutímabilinu en þeirra sem enga kennslu hlutu. Enginn munur var aftur á móti á framförum hópanna tveggja í lesskilningi. Orð af orði virðist því stuðla að ríkari orðaforða nemenda á þessum aldri, á meðan áhrif aðferðarinnar á lesskilning eru óljós. Önnur nýleg rannsókn á beinum áhrifum orðhlutakennslu á orðskilning er rann- sókn Nunes og Bryant (2006). Rannsóknin var hluti af stærra samstarfsverkefni breskra yfirvalda, skóla og vísindamanna þar sem meginmarkmiðið var að efla kennslu- aðferðir á ýmsum sviðum náms. Kennarar og forráðamenn skólanna sem tóku þátt í verkefninu völdu sjálfir þá námsþætti sem þeir vildu leggja áherslu á, en hver þeirra vann svo náið með teymi utanaðkomandi rannsakenda við að þróa og prófa bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.