Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Blaðsíða 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010
JÓHanna e inarSdÓtt i r
15
leikskólanum og samstarfi við leikskóla barnanna. Hvaða kröfur gera þeir til leik-
skólans, hvað vilja þeir að börn læri helst í leikskólanum og hvernig upplifa þeir og
vilja haga samstarfi við leikskólann?
Í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um voru eftirfarandi rannsóknarspurningar
hafðar að leiðarljósi:
1. Hvert telja foreldrarnir vera hlutverk leikskólans?
2. Hvernig upplifa foreldrarnir samstarfið við leikskólann?
aðfErð
Þátttakendur í rannsókninni voru 43 foreldrar fimm og sex ára barna í þremur leik-
skólum í Reykjavík. Leikskólarnir eru í ólíkum hverfum borgarinnar, tveir þeirra eru
þriggja deilda með milli 60 og 70 börn en einn er fjögurra deilda með rúmlega 100
börn. Börnin í leikskólunum eru á aldrinum eins til sex ára. Rannsóknin fór fram í
lok leikskóladvalar barnanna í maí og júní árið 2006. Tekin voru viðtöl við foreldrana
í hverjum leikskóla fyrir sig í fjögurra eða fimm manna rýnihópum. Í rýnihópa-
rannsóknum fer fram skipulögð umræða við valdan hóp einstaklinga með það að
markmiði að fá upplýsingar um hugmyndir þeirra og viðhorf og reynslu af aðstæðum
eða viðfangsefnum sem þeir þekkja (Gibbs, 1997; Krueger og Casey, 2000). Rýnihópa-
viðtöl henta vel þegar markmiðið er að rannsaka hvernig hópur fólks túlkar hugmyndir
sínar og reynslu af ákveðnu viðfangsefni sem er sameiginlegt hópnum. Í þessari
rannsókn áttu foreldrarnir það sameiginlegt að börn þeirra höfðu verið í sama leik-
skólanum í nokkur ár og voru að hefja grunnskólanám að hausti.
Ef vel tekst til líkjast rýnihópaviðtöl venjulegum samtölum milli fólks og er sérstök
áhersla lögð á samskipti þátttakenda. Samskiptin í hópnum örva umræðuna og þannig
fást upplýsingar og skilningur frá hópnum sem fengist ekki í einstaklingsviðtölum.
Markmiðið er ekki að hópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu heldur er athygl-
inni beint að orðræðunni og þeim tilfinningum, athugasemdum og viðhorfum sem
fram koma þegar hóparnir ræða málefnið (Krueger og Casey, 2000; Morgan, 1988,
1998). Við val á þátttakendum var sá háttur hafður á að kynna rannsóknina bréflega
öllum foreldrum sem áttu börn á lokaári í leikskólunum þremur og óska eftir þátttöku
þeirra. Þeir sem samþykktu að taka þátt fengu nokkra möguleika á tímasetningu og
gátu skráð komu í viðtal þegar þeim hentaði. Það var því tilviljun háð hvaða foreldrar
völdust saman í hvert viðtal.
Viðtölin fóru fram í fundarherbergjum leikskólanna og voru hálf-skipulögð
(e. semi-structured). Leitað var eftir viðhorfum og reynslu foreldranna af skipulagi og
námskrá leikskólanna. Leitað var eftir því hvert þeir teldu hlutverk leikskólans vera,
hvað þeim fyndist að börn ættu að læra í leikskóla, hvaða þættir þeim fyndust mikil-
vægir og hvað þeir væru ánægðir og ekki ánægðir með í leikskóla barna sinna. Einnig
var rætt um samstarf þeirra við starfsfólk leikskólanna, hvað þeim þætti mikilvægast
í því sambandi, hvaða upplýsingar þeir vildu fá frá leikskólanum, hvort þeir hefðu
áhuga á meiri þátttöku í leikskólastarfinu og hvort þeir vildu hafa meiri áhrif á það
sem gert væri í leikskólanum.