Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 91
HJAltI JÓN SvEINSSoN oG
BöRkuR HANSEN
Trú á eigin færni og hvati til náms
Hvers vegna hætta nemendur á Almennri námsbraut
í Verkmenntaskólanum á Akureyri á meðan aðrir halda áfram?
Í rannsókn þeirri sem hér verður gerð grein fyrir var leitað svara við spurningunni hvernig á
því standi að sumir þeir nemendur sem innritast hafa á Almenna námsbraut 1 í Verkmennta-
skólanum á Akureyri (VMA) hafi hætt eftir fremur skamma viðdvöl, þrátt fyrir ýmis úrræði
sem þeim stóðu til boða, en aðrir haldið áfram1. Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að hafa
ekki náð tilskildum árangri í tveimur greinum eða fleiri á samræmdum prófum í 10. bekk grunn-
skóla. Í rannsókninni var sjónum einkum beint að tveimur þáttum; trú þessara einstaklinga
á eigin færni og hvata þeirra til náms.
Í rannsóknum sem gerðar hafa verið meðal annars meðal nemenda í miðskólum í Banda-
ríkjunum kemur fram að trú nemenda á eigin færni í námi ýti undir áhuga og hvetji þá til að
fást við viðfangsefni sem lögð eru fyrir þá í skólanum. Skorti nemendur þessa eiginleika séu þeir
brenndir þeirri reynslu að ná ekki árangri og mistakast. Staðreyndin er sú að um 60% þeirra
nemenda sem innritast á Almenna námsbraut hætta í skólanum án þess að ljúka skilgreindum
lokaprófum. Leitað er svara við því hvað hafi orðið til þess og svo hinu; hvers vegna aðrir héldu
áfram. Í VMA hefur nemendum í þessum hópi verið boðið upp á sitthvað í því skyni að styrkja
sjálfsmynd þeirra, efla þá í námi og koma til móts við þá sem hafa átt við námsörðugleika að
stríða. Því hefur það valdið vonbrigðum að svo margir ljúki ekki námi við skólann.
Í rannsókninni, sem er eigindleg, var rætt við tíu einstaklinga sem fæddir eru árið 1986
og innrituðust í skólann haustið 2002. Í niðurstöðum kemur fram að níu þeirra höfðu átt við
námsörðugleika að stríða. Átta þeirra virtust hafa mjög takmarkaða trú á eigin færni til náms
þegar þeir hófu göngu sína í VMA. Áhugi þeirra á námi virtist jafnframt lítill eftir að hafa
gengið illa í grunnskóla. Tveir öðluðust trú á eigin færni til náms meðan á dvöl þeirra í skól-
anum stóð. Tveir tíumenninganna skáru sig úr hópnum fyrir þær sakir að þeir virtust hafa
haft trú á getu sína í námi frá fyrstu tíð. Af gögnunum að dæma virtust þeir hafa gert sér grein
fyrir því þegar þeir voru komnir á Almenna námsbraut í VMA að þeir ættu að geta gert betur
og sest á þær brautir sem hugur þeirra stóð til.
Í ljós kom að við 22 ára aldur, þegar viðtölin fóru fram, virtust allir nema einn þeirra þátt-
takenda sem hætt höfðu í skóla hafa öðlast trú á að þeir ættu að geta tekist við nám á nýjan leik
ef aðstæður leyfðu og þeir voru fullir áhuga.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skapa umræðu innan VMA um leiðir til
að búa betur að þeim nemendum sem standa illa að vígi námslega þegar þeir koma í skólann.
Uppeldi og menntun
19. árgangur 1.–2. hefti, 2010