Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Page 113
Tilraun til greiningar á íslensku tónfalli
111
(15) a. Jón er aftur á móti góður í FÓTBOLTA
b. Jafnvel JÓN gat ekki varist brosi
er miðað á tiltekna liði í setningunum. Það sem þarna virðist vera á
ferðinni er að atviksorðin, sem hafa merkingu sem vísar til samhengis-
ins sem segðirnar eru sagðar í, krefjast miðunar á einstaka liði, og við
þeirri kröfu er orðið með því að setja setningaráhersluna á það orð sem
miðað er á. (Sjá um þetta t.a.m. Gussenhoven 1983:381-2.)
í dæmum eins og (6a,b), þegar setningaráherslan er „eðlileg“ er ekki
miðað á neitt eitt orð eða lið í setningunni og er þá talað um að miðunin
sé víð (e. broad focus), þ.e. setningin öll er höfð í „brennidepli“, (sem
er að vísu afskaplega kauðalegt orðalag). Þ.e.a.s. allar upplýsingarnar:
‘Dísa kemur á morgun’ eru settar fram án þess að nokkur einn þáttur
þeirra sé tekinn út sérstaklega. Sé hins vegar sagt:
(16) DÍSA kemur á morgun.
er miðunin á Dísa.
Ý msir fræðimenn hafa bent á að samband sé á milli miðunar af þessu
tæi og hljóðkerfislegrar stofnhlutagerðar, þ.e. skiptingar tónfallslotna í
áhersluliði og aðra smærri stofnhluta, og því er stundum haldið fram að
sú miðun sem hér hefur verið lýst sé frá hljóðkerfislegu sjónarmiði fyrst
og fremst fólgin í þessari afmörkun, þ.e. í því að skjóta inn einhvers
konar mörkum sem afmarka stofnhlutann sem miðað er á. (Sbr. t.a.m.
Hayes og Lahiri 1991). Og þá fylgir það eðlilegum reglum að setn-
ingaráhersla lendi á síðasta áherslubæra atkvæði þess liðar sem miðað
er á. Sem sé, þegar miðunin er víð, er áherslan á morgun eins og í (6b),
en þegar miðunin er þröng, og það er Dísa sem miðað er á, verður það
orð síðasta (og í þessu tilviki eina) orðið í þeim lið sem miðaður er út.
Það er athugandi við segðir eins og (16), að þótt andstæðuáhersla sé á
Dísa, getur morgun lrka haft áherslu, eins konar aukaáherslu, sem þó
er líkleg til að virðast veikari en sú á Dísa\ orðið morgun er samt sem
áður sterkara en bæði sögnin kemur og forsetningin á.
Aðan var sagt að ef miðunin er víð (þ.e. ef öll skilaboðin sem segðinni
fylgja eru jafn-nýjar upplýsingar), þá lendi áherslan á síðasta orðinu,
eins og í (6). En þá er eðlilegt að spurt sé hvað gerist ef miðað er á