Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 173
Ritdómar
171
50 sem spurðir voru) sögðust alltaf hafa talað íslensku við foreldra sína, ömmur og
afa í æsku og oftast við systkini sín og þeir lærðu líka að lesa og skrifa íslensku. Á
fullorðinsárum talaði þetta fólk varla íslensku við aðra en systkini sín og alls ekki
alltaf— og langflestir í þessum hópi voru á sjötugsaldri eða eldri.
I lok kaflans er vikið að eðli vesturíslensku. BA telur rannsóknir sínar styðja þá
skoðun Haraldar Bessasonar, sem hann setti fram í grein frá 1984, að líta megi á
vesturíslensku sem sérstaka, landfræðilega afmarkaða mállýsku eða afbrigði af ís-
lensku en hún bendir þó á að innan hennar megi greina ýmis tilbrigði sem tengist ein-
stökum byggðarlögum, fjölskyldum (familylects) og jafnvel einstaklingum (idiolects).
Munurinn komi ekki síst fram í mismiklum áhrifum frá ensku hjá einstökum mál-
notendum en bent hafí verið á einstaklingsbundinn mun af því tagi strax í elstu heim-
tldum um vesturíslensku, t.d. í grein Vilhjálms Stefánssonar um íslensku i Norður-
Dakóta í Dialect Notes 1903. Hér er einnig vikið að því að í samanburði við mörg
°nnur innflytjendamál í Vesturheimi hafi vesturíslenska haldið sérkennum sínum
°venjulega lengi og það séu minni merki um niðurbrot málkerfísins en títt sé um slík
mál en rannsóknir á innflytjendamálum í Norður-Ameríku hafl sýnt að þau hverfí
°ftast með þriðju kynslóð málnotenda. Þetta telur hún ekki síst forvitnilegt í ljósi þess
að vesturferðum lauk nær algjörlega um 1914 og það bættust því engir nýir málnot-
endur við frá íslandi eftir það auk þess sem samskipti milli Islendingabyggða vestan-
hafs og íslands voru afar takmörkuð fram yfir 1970.
ð- Orðaforði
fökuorö úr ensku eru helsta einkennið á vesturíslenskum orðaforða. Þau fóru að
skjóta upp kollinum strax á fyrstu árum landnámsins i vesturheimi — elstu dæmin
sem BA tilgreinir eru úr lagatexta frá Nýja-íslandi sem var birtur 1878, orðin
íoh’nship og range, og 1903 birti Vilhjálmur Stefánsson lista með hátt í 500 töku-
0rðum sem hann hafði dæmi um úr heimabyggð sinni í Norður-Dakóta. Nýjungar í
Ofðafari sem spruttu af breyttum ytri aðstæðum í nýjum heimkynnum — umhverfi og
^'ðfangsefnum sem voru ólík þeim sem vesturfaramir þekktu áður — komu þó ekki
ara fram í tökuorðum úr ensku heldur líka í vesturíslenskum nýyrðum (neologisms)
o§ auk þess leiddu áhrif frá ensku til breytinga á notkun og merkingu íslenskra orða.
m vesturíslcnskan orðaforða er fjallað í 3. kafla bókarinnar. Umfjöllunin er að miklu
eyti byggð á rannsóknum Haraldar Bessasonar og grein hans í Scandinavian Studies
1967 en dæmi eru einnig sótt í gögn BA sjálfrar og í viðtöl sem Hallfreður Öm Eiríks-
s°n (1974) og Gísli Sigurðsson (1982) tóku við Vestur-íslendinga. BA leggur áherslu
íl að Haraldur hafí safnað sínu efni áður en verulegt samband komst að nýju á við
sland og það sé því góð heimild um vesturíslenskan orðaforða eins og hann hafði
Proast óháð íslensku í heimalandinu og það sama á væntanlega við um viðtöl Hall-
reöar Arnar frá 1974. Efni Gísla og BA er nokkm yngra og hún nefnir einmitt dæmi
Um að heimildarmenn hennar noti orð sem þeir hafi greinilega lært af íslendingum og
eru önnur en þau sem almennt tíðkast í vesturíslensku, t.d. rúta (ísl.) fremur en böss
Vls1-) °g bill (ísl.) fremur en kar (vísl.; sbr. bls. 60). Af þessum sökum er bagalegt að