Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 40
unni í París af hálfu bandapjóðanna og mestu ráðið
um friðarkosti og skipulag heimsins nú í bráð, en
pað eru peir Ciemenceau, Lloyd George, Wilson og
Orlando. En par sem almanakið heíir áður flutt
myndir priggja peirra, pá birtist nú aðems ásjóna
ítalska fulltrúans.
Loks kemur mynd af Mr. Redmond, góðum og
gamalkunnum forvígismanni íra og af Lord North-
clifle, mesta blaðamanna-skörungi, sem nú er uppi.
Ebert íorseti.
Pá er Vilhjálmur Pýzkalandskeisari lét af völdum,
var Pýzkaland gert að lýðveldi, sem kunnugt er, og
tóku jafnaðarmenn við völdum og stofnuðu bráða-
birgðastjórn.
Prins Max von Baden, síðasti kanzlari keisarans,
skoraði á Fr. Ebert að taka við kanzlaraembættinu
9. nóvernbermánaðar 1918, og varð hann við pví.
Ebert lýsti pá pegar yfir pví, að fyrsta verk hinnar
nýju stjórnar yrði að beiðast vopnahlés og síðan að
semja frið, svo fljótt, sem auðið yrði, en jafnframt
hét hann að stofna til pjóðsamkomu svo að fulltrú-
um pjóðarinnar gæflst kostur á að skapa sér nýja
stjórnarskipun.
Bandamenn veittu vopnahlé 11. nóvember, en settu
Pýzkalandi harða kosti, sem pó var nokkuð hert á í
febráar 1919, er hið fyrsta vopnahlé var útrunnið.
í byrjun febrúarmánaðar var pýzka pjóðpingið
kvatt saman í Weimar, pví að óráðlegt pótti að halda
pað í Berlin, höfuðborg landsins, vegna hinna miklu
óeirða, sem par vóru um pær mundir, af völdum
Spartacus-flokksins.
Á pingi pessu var Ebert kjörinn forseti pýzka lýð-
veldisins 11. dag febrúarmánaðar.
Ebert er fæddur í Heidelberg 1871. Hann nam
ungur söðlasmíði, en tók snemma að fást við stjórn-
mál og pótti pegar dugandi maður og sýnt um að
(2)