Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 87
Eg hefi þannig í fára orðum drepið á, hver mér
hefir reynst bezt aðferð að stýra opnum bátum, ekki
af þvi, að eg þykist kunna betur til stjórnar en aðr-
ir, og allrasízt betur en æfðir formenn, heldur af
þvi, að eg hefi hvergi séð á prenti ritgerð um þetta
efni, sem eg verð þó að ætla, að ekki muni vanþörf
á að hafa íyrir sér einhverja leiðbeiningu um.
Vona eg, að viðvaningar í stjórn gæti haft nokkur
not af greininui, ef þeir lesa hana með athygli, og
nota þá stjórnaraðferð, er hér hefir verið á vikið.
(ísafold 1888, bls. 57-58.)
Arbók Islands 1918.
a. Almonn tíðindi.
Arið 1918 mun lengi verða í minnum haft hér á
landi. Valda því sundurleitir atburðir: Firnafrost-
hörkur öndvert ár, úrslit sambandsraálsins, Kötlugos
og drepsóttin spanska.
Veðrálta. Um áramót vóru þíðviðri og snjólélt, en
5. janúar gerði hörkuveður af norðri með frosti og
fannkomu. Rak hafísa að landi um Vestfjörðu, Norð-
urland alt og Austfjörðu til Gerpis. Var síðan flesta
daga til 22. janúar yfir 20 stiga frostá C.; einna mest
21. jan. Pá var 25. st. frost í Rvík, 26 i Seyðisfirði,
28 í Skutilsfirði, 33,5 á Akureyri og 36 á Grímsstöðum á
Fjöllum. í Vestmannaeyjum vóru þá 12 st. Lagði inn-
fjörðu alla, svo að ekið var póstflutningi í land úr
Flatey á Breiðafirði. Gengið var í land úr Viðey.
Eigi var gengið úr Engey, en mundi þó hafa verið
fært nokkra daga. Hinn 21. jan. var svo lagður sjór
á Faxaflóa, að ekki sá auðan sjó af láglendi á Vatns-
leysuströnd og frá Skólavörðu við Reykjavík sást þá
einungis blámi af auðum sjó fyrir Seltjarnarnesi. En
(49) i