Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 64
né heldur Ulstermenn, þeir er snarpastir vóru. Vildu
Ulstermenn pegar hafa ákveðið, að sjálfstjórnarlögin
skyldi ekki gilda í héruðum peirra að styrjaldarlokum.
Pokaði stjórnin til fyrir peim. En pví mótmælti
Redmond harðlega og magnaðist jafnt og pétt óvild
íra og kappsmunir gegn Englum. Bætti pað ekki úr
skák, er Edvard Carson var skipaður í ráðuneyti
Lloyd George’s, enda var pað írum sízt góðsviti, par
sem Carson hafði áður haflð vopnaða uppreist gegn
peim ráðstöfunum stjórnarinnar, er írum vóru í vil.
Redmond átaldi stjórnina mjög fyrir framkomu
hennar, taldi hana brjóta bág við kenningar pær, er
bandaþjóðirnar berðist fyrir á meginlandinu og kvað
hana valda óhug þeim og sundrung, er vaxandi færi
i írlandi.
En nú var gengi Redmond’s tekið að hnigna meðal
íra. Kom það gerla fram við aukakosningar tveggja
eða priggja þingmanna á írlandi öndvert ár 1917.
Sinn Feinar unnu livern sigurinn af öðrum með
miklum atkvæðamun. Einn hinna nýju fulltrúa var
de Valera, ungur maður, lærður í lögfræði og hern-
aðarfræði, hinn höfðinglegasti ásýndum, vel máli
farinn og svo hugþekkur írum, að fjöldinn laut boði
hans og banni umsvifalaust. Pessi ungi áhugamaður
varð nú fremstur í flokki Sinn Feina og efldi ílokk
peirra og fylgi meir en nokkur annar. Hann krafðist
pess, að Jfundahöld öll færi fram með stilling, svo
að Englum gæfist ekki færi að skerast í leikinn, en
um réttarkröfur landsins var hann hinn ákveðnasti.
»írar mótmœla pví, að nokkurt erlent vald hafl rétt
til að hlutast um löggjöf peirra og stjórn. Bretastjórn
er einka-óvinur írlands. Af hennar afskiftum stafar
óöld þess og eymd. írar krefjast pess, að þeir skipi
sjálflr málum sínum öllum að fullu og að írland
komi fram sem frjálst og sjálfstætt lýðveldi. Vér
eggjum eigi til byltingar, en ef frelsið fæst eigi nema
gripið sé til vopna, þá verður til peirra að taka.
(26)