Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 57
skuli fá Álandseyjar, ef peir hjálpi til að berja á
Bolsevíkum og að taka af peim Pétursborg. En áður
virtist útkljáð meðal bandapjóðanna, að Svíar fengi
eyjarnar, svo sem réttlátast er, samkvæmt legu peirra,
sögu og pjóðerni.
Höfuðkostir Mannerheims eru taldir: Frábær dugn-
aður, skörp réttlætiskend, afbrigða-breysti og hug-
rekki og ótrauð föðurlandsást.
K. J. St&hlberg
prófessor, fyrsti forseti Finnlands, er fæddur 1865.
Hann varð stúdent árið 1884 og doktor í lögum 1893.
Varð hann síðar kennari i stjórnfræði og pjóðhags-
fræði við háskólann i Helsingfors og pví næst pró-
fessor i sakarétti og réttarsögu síðan 1896. Árin 1905
til 1908 var hann pingmaður. Kosning hlaut hann
sem fyrsti forseti hins finska ríkis 25. júlí 1919, svo
sem áður er sagt.
Stáhlberg prófessor fyllir hinn frjálslynda finska
pjóðernisflokk og stendur pví miklu nær hugum
»rauða fiokksins« heldur en Mannerheim, enda hrós-
ar sá flokkur happi yfir úrslitunum. Hann er talinn
mikili lærdóms-maður, en enginn atkvæðaskörungur.
Út um heim kom kosning hans á óvart, par sem
hann var lítt kunnur. Hafa bandapjóðirnar tekið vali
lians fálega og pykir Finnlendingum eigi hafa farizt
viturlega eða giftusamlega i valinu. En um pað verð-
ur engu spáð, liverja giftu hann muni bera til pess að
stýra íleyi finsku pjóðarinnar gegnum brim og boða.
Orlaiitlo Vittorio Emanuele,
fulltrúi ítala á friðarfundinum i París, er fæddur i Pa-
lermo 19. maí 1860. Hann lagði stund á réttarfræði og
varð kennari í peirri grein í fæðingarborg sinni 1883.
Tveim árum síðar varð hann háskólakennari í Mes-
sina og árið 1888 í Palermó. Hann var fyrst kjörinn
á ping 1897 og skipaði flokk vinstrimanna. Hann varð
(19)