Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 59
við Parnells-málin og bróðir hans, sem einnig var
þingmaður, var um þær mundir hneptur í varðhald
sakir bersögli sinnar í garð Bretastjórnar. Pegar
flokkur Pamells klofnaði fylgdi Redmond þeirn hlul-
anum, er studdi Parnell. Var hann svo mikils metinn
í flokknum, að hann var kjörinn eftirrnaður Parnells
við lát hans liaustið 1891.
Redmond átti lengstum þungan róður gegn þrá-
kelkni Englendinga i sjálfstjórnarmálinu. Frumvarp
það, er Gladstone hafði borið fram, varð eigi að lög-
um og málinu þokaði nær ekki fram heilan aldar-
fjórðung. En Redmond vildi heldur
»stríð þar til stæði
stjórn á fullræði«,
en að hlíta kákbreytingum, sem stundum vóru í boði.
A þessu áraskeiði varð að vísu mikil breyting á
högum manna á írlandi. Aður réðu hinir ensku lands-
drotnar mestu og kúguðu leiguliða sina svo sem
verða mátti. En með lögum um jarðakaup frá 1903
og 1907 vóru leiguliðum heimiluð kaup ábýlisjarða
sinna með góðum kjörum. Guldu þeir lægra verð
fj7rir en landeigendur fengu og greiddi ríkissjóður
skakkann. Vóru það sjö miljónir sterlingspunda. Auk
þess fengu bændur langan gjaldfrest, greiddu litlar
afborganir og lága vöxtu. Hljóp ríkið undir baggann
með 100 miljónum sterlingspunda til lána þessara.
Auk þess var miljónum króna varið til þess að bæta
kjör verkamanna.
Með þessum hætti komu upp hundruð þúsunda
sjálfseignarbænda á írlandi og hagur almennings tók
meiri bótum, en með orðum verði lýst. Hugðu Eng-
lendingar, að kveðnar væri niður stjórnmálakröfur
lra með umbótum þessum, en svo varð eigi. Sjálfs-
eignarbændurnir fundu meira til sín og máttu sín
meira en öreiga leiguliðar. Sjálfstæðishugurinn óx
og mátturinn að sama skapi til þess að krefjast
meiri réttinda irsku þjóðinni til handa. »Pjóðliði«
(21)