Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 107
Yeiöar
'd auBturetrönd Grœnlandg.
Flestunn mun þaö kunnugt, aö bygðir þær, er ís-
lendingar stofnuöu á Grænlandi í lok 10. aldar, vóru
á vesturströnd landsins. AÖ vísu vóru þær nefndar
Austurbygð og Vesturbygð og hugðu menn því um
langt skeið nú á síðari öldum, að Austurbygð hefði
verið á austanverðu Grænlandi, en Vesturbygð á vest-
urströnd landsins. En það er margsannað, að hvor-
tveggi bygðin var á vesturströndinni og hefði þvi
verið réttara að kalla Suðurbygð og Norðurbygð, þótt
hin nöfnin megi og til sanns vegar færa, þar sem
norðurbygðin iiggur allmikið vestar. Suðurbygðin
var miklu fjölmennari og fekk lengur varist árásum
Skrælingja. Er talið, að bygðir þær, er íslendingar
stofnuðu, haíi staðið lengst framundir 500 ár.
Austurströnd Grænlands var aldrei bygð af íslend-
ingum, þótt þeir lenti þar stundum, sem sögur vor-
ar bera vitni um. Kölluðu þeir þann hluta landsins
Grænlands-óbygðir. Par er miklum mun kaldari veðr-
átta en á vesturströndinni og hafísar liggja þar löng-
um fyrir öllum ströndum, svo að landtaka er ann-
mörkum bundin. Svo var og i forneskjunni, þá er
Eiríkur rauði kom til landsins. Hann sigldi undan
Snæfellsjökli og kom út að Miðjökli, er síðan var
kallaðnr Hvítserkur; »hann fór þaðan suðr með
landi at leita þess, ef þannig væri byggjanda«.
»Konungs-skuggsjá« telur það mestu hættu Græn-
landsförum, að þeir leiti of snemma inn að landinu,
i stað þess að sigla djúpleið suður um.
Á austanverðu Grænlandi er ein lítil skrælingja-
bygð, er þeir kalla Angmagsalik. Liggur hún gegnt
Vestfjörðum. Par hafast við nokkuð liundruð skræl-
ingja og komu Danir þangað fyrst árið 1883, en »ný-
lendu« stofnuðu þeir þar árið 1894.
(69)