Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 136
■verða mætli, að menu yrði við varið í landi og kæmi
skipverjum og farþegum til hjálpar.
Alt i einu klöngrast mjór og langur hordálkur upp
í reiðann, hvessir augun á skipstjóra og segir:
»Skipstjóri. Eg mótmæli algerlega þessari fjandans
fiíldirfsku. Vdr erum komnir í opinn dauðann og hér
er sannarlega ekkert tækifæri fyrir flugelda-sýning!«.
Piltur frá Englandi í Borgarfirði kom í kaupstað.
Spurði einhver, hvar hann ætti heima. — »Eg á heima
á Englandi«, svaraði hann, »þú heldur kannské að
eg sé að Ijúga að þér, þú veizt kannské ekki, að það
er víðar til England en í Kaupmannahöfn!«
Mark Twain hlýddi einu sinni á ræðu biskups
nokkurs, sem frægur var fyrir mælsku. — »Eg hafði
mikla ánægju af að hlusta á ræðu yðar í dag«, sagði
Mark Twain, »eg á bók heima, þar sem stendur hvert
orð sem þér sögðuð«.
Biskupi þótti hart, að sér væri brugðið um rithnupl
og kvaðst neita þessum áburði.
Mark Twain bað hann þá að ganga lieim með sér,
fékk honum stóra orðabók og bauð honum að reyna,
hvort hann hefði farið með nokkur ósannindi.
Einu sinni hafði Mark Twain verið veikur og flaug
sú fregn, að hann væri dáinn. Vinur hans einn og
nágrauni sendi son sinn heim til hans til þess að fá
sannar fregnir. Hitti hann þá Mark Twain í forstof-
unni og segir, að það gleðji sig að sjá hann á fót-
um, því að faðir sinn hafl frétt í morgun, að hann
væri dáinn. »Segið föður yðar,« svaraði MarkTwain,
»að sú fregn sé þó nokkuð orðum aukin«.
Melramálið hefir stundum orkað nokkrum miskiln-
ingi manna á meðal. Að minsta kosti var búðarmað-
(98)