Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 81
af mönnum sinum og þeir fylgja honum í blindni.
Drifur og hvervetna að honum sjálfboðalið og heíir
her hans aukist drjúgum á þessu ári. Fer það þó
milli mála, hve miklu liði hann hafi á að skipa. Sum-
ir segja, að það sé 110 þúsundir og aðrir, að það sé
200 þúsundir. Veit engi með vissu, hvaðan hann fær
fé til þess að standast straum af herliði þessu síðan
hann komst af vegum stjórnarinnar, með þvi að
þverskallast við boðum hennar. En sagt er, að bank-
arar í Berlín láti hann liafa fé. En hvað sem um
það er, þá er Goltz mesti og nafnkunnasti víkinga-
foringi vorra tíma.
KoltscliaU llotaforiiigyi.
1*30 má kalla svo, að Iioltschak flotaforingi hafi
fyrstur þeirra manna er nú lifa, hafist handa til þess
að berja niður veldi Bolzhewikka í Rússlandi. Og
frægastur og fremstur er hann nú talinn alira and-
stæðinga þeirra.
Koltschak var áður flotaforingi i Eystrasaltsflota
Rússa, en cftir stjórnbyllinguna fór hann úr landi
og hélt vestur um haf. Ekki eirði hann þar lengi,
því að honum fanst skyldan knýja sig til þess að
hjálpa föðuriandi sínu út úrþeim ógöngum, sem það
var komið í, þá er hin síðari byltingin varð og þeir
Lenin og Trotzki komust til valda. Hélt hann þá yfir
til Síberiu og tók að safna liði. Flyktist óðara fjöldi
hermanna undir merki hans, einkum keisarasinnar
og hafði hann brátt traustum her á að skipa. Og
með þessum her hrakti hann Bolzhewikka út úr Sí-
beríu og er kominn alllangt inn í Rússland að sunn-
anverðu, milli ánna Ural og Volga. En til þessa hef-
ir hann notið nokkurs styrks frá bandamönnum,
því að þeir viðurkendu hann þegar sem samherja
sinn.
Fyrir Koltschak vakti það fyrst og fremst, að ger-
sigra Bolzhewikka, en síðan að sameina aftur mola
(43)