Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 108
Arin 1906—1908 létu Danir kanna austurströndina
og gera af landabréf. Að öðru leyti hefir landið ver-
ið lítt kunnugt. Pó hafa nokkrir landkönnuðir kom-
ið þar endrum og sinnum og alloft ganga norskir
selveiðamenn þar á land, skjóta birni, hreina, héra,
moskusnaut og refi. Hefir þeim oft orðið að því góð-
ur arður, þótt kalla megi, að »alt sé safi hjá selveið-
inni«.
Landkönnuðir Dana hafa birt skýrslur um rann-
sóknir sínar og bera þær þess vitni, að landið er
auðugt af margskonar veiði. Með ströndum eru selir
og rostungar, og á landi uppi fjöldi þeirra dýra, er
að ofan var getið. Gnótt er þar fugla og urmull ým-
issa skordýra. Ár og vötn eru svo full af laxi og sil-
ungi, að landkönnuðir gátu veitt að vild sinni. Sann-
ast þar á, það sem Einar Benediktsson kveður í
Ólafsdrápu Grænlendings:
»Kvika vængir, skína ský,
skjálfa bjartir straumar,
Blika hængir álum í.
Yngjast hjartans draumar.
Grundir sanda, klungra klett,
kæpur spakar byggja.
Undir landstein þorskar þétt
þara-blakkir liggja.
Instu, hæstu sjávarsvið
síldarbreiðan veður.
Grynstu, næstu marar-mið
mjúksynd reyður treöur.
Danir hafa nú vaknað til framkvæmda til þess að
nota auðæfi þessi og stofnuðu félag í því skyni síö-
astliðiun vetur. Heitir það »0itgr0nlandsk Kompag-
ni«. Skina stjórn íimm menn. Tveir þeirra eru gaml-
(70)