Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 51
Það er sagt, að vart geti ólíkari menn, en þá Lenin
og Trotzky. Lenin er hvergi nærri jafn-einkennilegur
í sjón, en Trotzky er sönn eftirmynd annara stjórn-
byltingamanna, svo sem þeir eru oft sýndir á mynd-
um: Nefið er hátt og langt, augun svört og grimm-
úðleg, ennið mikið, sveipað þykku og flaksandi hári
svörtu, skeggið er snúið og varirnar miklar og
grimmilegar. — Ekki hefir hann þótt vel stöðugur í
skoðunum, og meðan hann fekst við blaðamensku í
París, sem áður er á vikið, ritaði Lenin harðorðar
greinir gegn sumu í blaði hans. Ekki þótti heldur
víst, í hvern ílokkinn þeirra byltingamanna hann
mundi snúast fyrst er hann kom heim aftur, en þá
var komin mikil sundrung í ílokkana. Loks varð
hann eindreginn Bolsevíki og hefir helzt þótt kenna
þess, að honum þætti Lenin stundum of-varfærinn.
Lenin skiftir nær aldrei skapi, en Trotzky er gæddur
eldmóði og ofsa. Lenin fyrirlítur opinber virðingar-
merki, liklega af því, að engrar virðingar sé að vænta
af bófum, og þessvegna ekki af auðmönnum, en
Trotzky er virðingargjarn og leitar sér frægðar með
ræðum sínum. »Vill hann jafnan, að það sé frá borið,
að virðing hans sé víðfræg«, svo sem sagt er um
Hvamra-Sturlu. Var honum geðþekt starf að verja
»heiður« Rússa við samningana í Brezt-Litowsk og
kljást þar við erindrekana þýzku.
Pegar stjórn Bolsevíka fór frá Pétursborg til Moskva
til þess að endurskoöa friðarsamningana, þá var
Trotzky látinn eftir og var í illu skapi. En honum
varð hughægra er honum var boðin formenska í
herstjórninni. I þeirri stöðu hefir hið afarmikla
starfsþrek hans og stjórnsemi orðið Bolsevíkum að
ómetanlegu gagni. — Oþolinmóður er hann og reiði-
gjarn, og oft, er hann á að ráða fram úr vandamál-
um, er sagt að hann kveði svo að orði: »Höggvið af
honum hausinn!« Er mælt, að Lenin hafi oflar en
einu sinni þurft að taka á allri sinni kurteisi og var-
(13)