Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 55
Pað torveldi mjög sóknina fyrir Mannerheim, að
hann skorti æfða undirforingja. En hann hafði þann
kost í ríkum mæli að kunna að velja sér menn. Fór
hann þar eingöngu eftir því, er honutn leizt um
kosti mannanna, en skeytti ekki um metorð eða vin-
áttu.
Stjórnin í landinu, undir forustu Svinhufuds, hafði
ekki getað haldið landslýðnum í skefjum og hún var
heldur ekki svo samhent Mannerheim sem skyldi.
Var það hvorttveggja, að hana þótti bresta festu og
skörungskap, enda átti Mannerheim marga andstæð-
inga innan þess flokks eða hluta þjóðarinnar, sem
hann barðist fyrir. — Um hatur »rauða flokksins« á
honum þarf ekki að Qölj'rða; þar var hann jafnan
kallaður »svarti hershöfðinginn« eða »satan«.
Eitt hið helzta deiluefni milli Mannerheims og
stjórnarinnar var um það, hvort leita skyldi liðveizlu
frá Þjóðverjum til þess að brjóta »rauða flokkinn« á
bak aftur og reka rússneska óaldarliðið úr landi.
Mannerheim var því andvígur að biðja Pjóðverja !iðs.
wt’jóðin verður sjálf að berjast sér til frelsis«, sagði
hann. »Með þeim hætti fær hún það sjálfstraust, sem
henni er nauðsynlegt og aflar sér jafnframt virðingar
út um heiminn. Pví mun beitt siðar, að »rauði flokk-
urinn« hafl verið kúgaður með útlendu hervaldi, en
ef vér hnekkjum honum af eigin rammleik og rekum
Rússa úr iandi, þá hefir finska þjóðin sýnt og sann-
að, að hún er fær um sjá sér farborða. Þetta getum
vér og því skulum vér ekki kveðja nokkra aðra til
hjálpar«.
Stjórnin hélt fast á sinu máli og hún réð því, að
Þjóðverjar vóru beiddir liðveizlu. Mannerheim var þá
kominn á flugstig með að biöjast lausnar, en vinur
hans einn fekk afstýrt því með því að sýna honum
fram á, að jafnvel þótt »hvíti herinn« mundi sigra að
lokum, þá mundi hernaður hinna rauðu halda svo
lengi áfram í Suður-Finnlandi, að landið yrði ruplað
(17) 2