Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 125
mönnum, aö ríkið verði bráðlega bæði bjargarlaust
og gjaldþrota, en l)örnum þaðan er nú verið að koma
fyrir til og frá meðal hlutlausra þjóða. — Ungverja-
land liefir einnig verið skert mjög mikið. Par ríkti
Bolsévíkastjórn lengi i sumar, er átti í striði við ná-
grannarikin, sem nutu stuðnings bandamanna, og
lögðu þeir þá aðflutningsbann á landið. Nú hefir aft-
ur verið saminn friður og er helst á orði, að landið
verði konungsriici.
í löndum Tyrkja er ekki Icomið á neitt fast fram-
tíðarskipulag enn. Nefnd frá stórveldum bandamanna
hefir yfirstjórnina í Konstantínópel og óafgert enn,
hvað um borgina verði. Palestína hefir verið gerð
að sérstöku riki, uudir umsjá og eftirliti Breta, og
er Gyðingum, er þangað vilja flytjast hvaðanæfa að,
ætlaður þar framtíðarbústaður. í Norður- og Vestur-
Arabíu hefir myndast stórt ríki, sem Hedjaz heitir,
en takmörk þess eru enn eigi fastákveðin. Grikkir
gera miklar kröfur til landvinninga í þrotabú Tyrkja
og Frakkar einnig, einkum í Sýrlandi, en bezti bitinn,
Mesopótamía, á að fara í Bretann. Pað er enn óráð-
ið, hvað Tyrkjum sjálfum verði eftir skilið af eldri
löndum þeirra.
Búlgaría hefir mist land til Jugoslavíu, eða Suður-
Slava-ríkisins nýja, en fengið nokkurn landaulca aft-
ur frá Rúmenum. Rúmenía fær mikinn landauka frá
Ungverjalandi og nolckurn frá Rússlandi.
í Rússlandi hefir nú Leninsstjórnin, eða Bolsévíka-
stjórnin, setið að völdum i rúm tvö ár. í sumar hefir
hún átt i vök að verjast, verið sótt að lienni úr öll-
um áttum. Að austan af Koltsjak, sem nú hefir völd-
in í Vestur-Síberiu. Að sunnan af Denikin, sem magn-
að hefir her á móti henni í suðausturhluta landsins,
og að vestan og norðan af samsteypuher frá Rúss-
um og bandamönnum, og loks einnig frá Eystrasalts-
löndunum og Póllandi. En í liaust virðist hún liafa
hrundið öllum þeim árásum af höndum sér og er
(87)