Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 68
þrátt fyrir annríki sitt, lætur hann vart nokkura viku
líða svo, ef hann er í Englandi, að hann heimsæki
hana ekki.
Pegar á námsárum sínum tók Alfred að skrifa í
blöð og um eitt skeið hafði hann ofan af fyrir sér
með því að selja blaðagreinir. Gekk hann þá á hverj-
um morgni meðal ritstjóranna í Fleet Street (sem er
aðalaðsetursstaður stórblaðanna) og lét ritsmíðir sín-
ar falar. Leið eigi á mjög löngu að hann fekk nokk-
urar tekjur af þessum atvinnuvegi. Við þetta starf
kyntist hann ýmsum ritstjórum og tilhögun þeirra
við útgáfu blaðanna. Varð sú viðkynning til þess að
opna augu hans fyrir því, að margt við rekstur og
stjórn blaðanna væri öðruvís en vera ætti. Pótti
honum útgáfa blaðanna þunglamaleg og ritstjórarnir
hrokafullir sjálfbirgingar. Vantraust Lord Northcliffe’s
á blöðum þeirra tíma flýtti mjög fyrir því, að hann
tæki að fást við blaðamensku.
Sakir heilsubrests var honum ráðlagt að flytjast frá
Lundúnum þangað sem loftslag væri hollara. Settist
liann þá að í Coventry, sem er nokkur iðnaðarbær
í miðju landi. Paðan kaupa Islendingar reiðhjól. Lord
Northcliffe telur sér mikið gagn hafa orðið að blaða-
mennskustarfi sínu þar, því að við útkjálkablöðin,
sem að jafnaði eru ekki stór, kynnist blaðamaðurinn
öllum málum og þurfi að fylgjast vel með i þeim, i
stað þess, að við stórblöðin fáist hann ekki við nema
eina »deild«, og þurfi ekkert að vita í öðrum málum,
og viti það heldur ekki, — að jafnaði.
Par í Coventry stofnaði Lord Northcliffe hið fyrsta
blað sitt. Hét það »The Answer« og átti að vera til
þess, eins og nafnið bendir á, að svara fyrirspurnum
kaupandanna. Brátt kom í Ijós, að blaðið yrði eigi
sigurvænlegt með þeirri stefnuskrá og var þá breytt
um efni. Blað þetta er nú meðal hinna fjölmörgu
timarita Lord Northcliffe’s.
Ekki löngu síðar var eitt af stórblöðum Lundúna
(30)