Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 106
úr stiga og beið bana af. — S. d. var kona í Grindavík,
Valgerður Sæmundsdóttir, við pvotta í Nautagjá,
féll í gjána og druknaði.
Júlí 10. Druknaði,, unglingspiltur í Reykjavíkurhöfn,
Arnfinnur Jónsson frá Eyri í Gufufirði.
t p. m. sökti þýzkur kafbátur islenzkum vél-
báli, er »Guilfaxi« hét, skamt frá Færeyjum. Skip-
verjar björguðust til eyjanna í róðrarbáti sinum
allslausir.
Ágúst 8. Porbergur Jónsson druknaði í Akureyrarpolli.
í pessum mán. fórst danskt seglskip fyrir sunn-
an land, hét »Afríka«; var á leið frá Spáni til Sví-
þjóðar með salt, Menn björguðust í annað skip.
Sept. 2. Brunnu tvö hús i ísafjarðarkaupstað (Skut-
ilsfirði) til kaldra kola.
— 5. Brann bær á Illugastöðum í Fljótum.
— 15. Sigurður Sígurðsson búfræðingur (son Sig.
Eiríkssonar regluboða) varð fyrir skoti úr skamm-
byssu, er hann handlék á Kotströnd í Ölfusi og
beið bana nóttina eftir.
Okt. 2. Fanst maður örendur i vélbátnum »Valby«
við hafnargarðinn eystra í Rvík; hét Kristinn Jóns-
son. Hafði drukkið karbólsýru?
— 6. Prjú skip og tvo vélbáta rak á land í Siglufirði
í ofsaroki norðvestan. Skemdir urðu og á bryggj-
um og húsum.
— 17. Tveir menn í Ólafsvík urðu undir báti í setn-
ingi og biðu bana. Kastvindur sneri bátnum í
lofti og varp honum á mennina.
— 18. Sökk bátur á Skerjafirði með fjórum mönnum.
Komu úr beitifjöru, fórust allir. Form.: Porsteinn
Gamalíelsson. — S. d. botnvörpuskipið »Njörður«
kafskotið við írland. Menn björguðust. — Snemma
í mánuðinum varð úti á Fjarðarheiði Sigurður
Runólfsson frá Víðastöðum.
Des. 22 Strandaði danskt seglskip »Philip«, við Garð-
skaga.
(68)