Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 63
Brelum í Búastyrjöldinni. Uppreistin kom stjórninni
á óvart. Foringjarnir lýstu írland lýðveldi. Náði
flokkurinn á vald sitt ýmsum pjóðhýsum í Dýflinni
og fekk slitið simasambandi við England. En brátt
tók að halla á flokkinn, pví að hann var miklu verr
vopnum búinn en varðlið Engla. Þó var barist í
borginni i heila viku. Skutu Englar niður fjölda
húsa og heilar götur og urðu írar loks að gefast
upp, peir er eftir stóðu. Var tekið nær púsnndi fanga.
Sjö helztu foringjarnir vóru skotnir og margir fleiri,
en fjöldi sendur til Englands og hafður par i ströngu
varðhaldi. Ýmsir vóru skotnir alsaklausir. Ut um
bygðir landsins varð lítið úr uppreistinni; lenti par
í handaskolum og varð hún brátt kæfð.
Eftir allar pessar ófarir mátti ætla, að Sinn Feinar
væri með öllu brotnir á bak aftur, en svo reyndist
eigi, pótt ráð peirra virtist af lítilli fyrirhyggju stofnað.
Einn af frumkvöðlunum, er undan komst, hefir skýrt
frá, að peim hafi eigi hugkvæmst, að uppreistin heppn-
aðist að pessu sinni, en gripið til hennar til pess að
afla málstað sínum athygli annara pjóða og vekja
irsku pjóðina til meiri sjálfsvitundar og framkvæmda.
— Hvorttveggja markmiðið hefir náðst að nokkru,
einkum hið síðara, pví að fullhugar peir, sem lífið
létu, vóru brátt taldir sannir pjóðmæringar og písl-
arvottar og sunginn hróður landsenda milli.
Maxwell hershöfðingi, sá er Englar seltu til pess
að friða írland, varð brátt ópokkaður og lét af völd-
um. Varð sú sætt með Asquith, Lloyd George, Carson
og Redmond i júlí 1916, að sjálfstjórnarlögin skyldi
koma i gildi pá pegar, en pó skyldu sex héruð í
Ulster vera peim óháð meðan styrjöldin stæði. írska
pingið áttu að sitja peir pingmenn, er kosnir höfðu
verið til parlamentsins brezka, en að styrjaldarlokum
skyldi nefnd kosin til pess að ráða málinu öllu til
úrslita.
Þessari skipan undu hvorki hinir harðfengari írar
(25)