Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 85
minka ganginn hæfilega á skipinu (sem ætíð er hægt)>
og láta sjóinnbrjóta sig fyrirframan skipið, eða þá, eft-
ir því sem á stendur, að sé það ekki stærstu sjóar, þá
að sniðhálsa sjóinn með hægum gangi; því að það
má með engu móti vera nema hægur gaugur á skipi^
er menn sniðhálsa stórrið, sökum þess, að skipið
getur auðveldlega gengið undir riðið, einkum ef bát-
urinn er viðtakalítill framan, eins og allmargir sunn-
lenzkir bátar cru.
Auðvitað er, að stjórnaranum riður á eftir fremsta
megni að stýra jafnt og liðlega, hafa nákvæmar gæt-
ur á öllum sjóum, sem að skipinu koma eða á það
stefna, smáum og stórum, hvar og hvernig stórriðim
ganga, og á hverju einu utanborðs og innan. Sér-
staklega ríður á að forðast að láta skipið renna of-
an í djúpu lautirnar, lieldur ætla því að smjúga eft-
ir hærri bárunum. Petta má vel með lagi og æíingu.
Menn ætti að æfa sig, einkum ungir formenn, í nokkru
hvassviðri, svo að menn gæti tekið til slíks stjórn-
arlags, þegar slæmt veður og vondan sjó ber að
höndum. Hver sá formaður, sem stýrir opnum bát í.
stórsjó og vondu veðri, mun fljótt komast að raun
um, — ef honum annars er ant um, að stjórnin fari
i lagi —, að hann verður að hafa fastan og óskiftan
hugann við stjórnina, og öll þau verk, er lionum her
að segja fyrir sem formanni.
Pegar svo ber við, að stórrið eða brotsjór rís mjög
nærri skipi, og stjórnarinn sér, að óumflýjanlegt err
að sjórinn muni brjótast inn í skipið, virðist eina úr-
ræðið að hleypa skipinu sem allra fljótast upp í
vindinn og ætla stórsjónum sem allra-aftast á skipið,
helzt aftur af skutnum, sökum þess, að á mitt skip-
ið eða framan til á miðju skipsins má brotsjórinn
með engu móti koma, einkum ef skipið er flatt við
stórsjónum; annars er, ef til vill, háskinn vís. Á
þessu ríður stjórnaranum að hafa vakandi auga eða
stöðugt gát.
(47)