Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 137
urinn i hálfgerðum vandræðum, sem fekk svofeldan
vöruseðil:
»Gerið svo vel að senda mér með manninum til
baka og skrifið í reikning minn: 10 hektara af stein-
olíu, þrjú telegröm af saltpétri, fimm thermometra
af alklæði og nokkur mónopól af eldspýtum. — Uppí
þetta sendi eg yður fáein literatúr af smjöri og einn
■desimal af hangikjöti, sem eg bið yður selja«.
Djúpri og einlægri hrygð lýsir bréf það, er hér fer
ú eftir og ritað var umboðsmanni líftryggingarfélags
i Þýzkalandi:
»Prumulostinn af harmi læt eg ekki hjá liða að
skýra yður frá, að mín ástkæra eiginkona, Anna Ma-
TÍa Lovísa, sem var líftrygð í félagi yðar fyrir 3060
mörk, er dáin og hefir látið mig eftir í djúpri ör-
vænting. Þetta var í morgun um kl. 7. Eg skora á
yður að senda mér svo fljótt sem unt er lífsábyrgðar-
peningana. Ábyrgðarskírteinið er tölusett með 32975,-
svo þér hljótið að geta fundið það í bókum yðar.
Hún var indæl eiginkona og aðdáanleg móðir. J'il
þess að þér getið undið sem bráðastan bug að því
að senda mér peningana læt eg hérmeð fylgja stað-
fest dánarvottorð. Hún tók mikið út og gerir það
hrygð mína enn óbærilegri. Eg treysti yður til að
sýna mér svo mikla hluttekningu að senda mér pen-
ingana sem allra bráðast og skal eg i þess stað lofa
yður því að líftryggja seinni konu mína hjá yður fyr-
ir 6000 mörk. Sú fullvissa, að þér verðið fljótt og vel
við bón minni, kann að létta svolítið undir með mér
að afbera það hræðilega reiðarslag, sem eg hefi orð-
ið fyrir«.
Kaupstaðarbúi í sumarfríi: »Pér skrifuðuð mér, að
hér væri ekkert mýbit og þó ætlar það að gera al-
veg út af við mann«.
Bóndi: Já, það er leiðinlegt. Eg hef gert mig sek-
(99)