Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 86
Stundum ber það við, að raenn fá ofsarok á sjó,
•svo að naumast er annars kostur, en að láta renna
á reiðanum eða sigla með litlum bleðli, sem verður
þá að vera þétt niður við skipið, svo að það verði
fastara í sjónum. í slíku ofsaveðri eru engin önnur
úrræði, en að láta skipið hafa sem mestan ganginn,
án þess þó að ofbjóða skipinu eða sigla sjó inn í
;það til neinna muna, og mun þá vera hagkvæmast
að bera sig að sigla lítið eitt sniðhalt með vindin-
um. Er þá einkar-áriðandi fyrir stjórnarann að hleypa
ekki skipinu ofan í djúpu lautirnar, heldur láta það,
ef unt er, þræða eftir hærri bárunum. Annars mun það
oftast, er slík ofsarok ber að höndum, að brot- eða
stórsjóar eru minni á rúmsjó. fað virðist sem stór-
sjóarnir komist ekki upp fyrir afli vindsins og sjór-
inn verði sléttari.
Að oflilaða skip er hinn mesti og voðalegasti háski,
«r menn stofna sér í visvitandi og ætti aldrei að eiga
sér stað.
Pegar menn hitta fyrir brimlendingar eða verða
að lenda þar sem eru stórbrim, þá er það vanaleg
aðferð — að minsta kosti var það venja í Dritvík
og á Hjallasandi — að formaðurinn lætur hásetana
reyna að halda skipinu kyrru fyrir framan lending-
una, meðan hann er að taka efíir, nær ölagið geng-
ur á land.
Eins og flestir sjómenn vita, er ólagið þrjár bárur
eða grunnskaflar, sem ganga hver eftir aðra á land,
en siðan verður sjór talsvert sléttari á eftir. f*á er
lekinn brimróðurinn, þegar þriðju og síðustu bár-
una brýtur á land. Er þá einkar-áríðandi fj7rir stjórn-
arann, að hann sé svo viss í stjórninni, að láta
grunnbáruna koma beint aftan á skutinn á skipinu,
til þess að grunnriðið renni því alveg beint á land.
Komi grunnskaflinn öðrum megin á kinnung skips-
ins, snýst skipið í sama vetfangi og verður flatt; er
þá mikil hætta búin.
(48)