Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 110
inn hafði banki einn á boðstólum og var pví þegar
séð fyrir, að alt féð fengist.
Mikillar fyrirhyggju parf til slíkrar »norðursetu«.
En sakir margháttaðrar reynslu, er fengist heflr,
verður nú sneitt hjá flestum peim hættum, er fyrr-
um vofðu yfir mönnum í heimskautslöndum. Einna
mest hætta hefir lífi manna stafað af skyrbjúgi, en
honum má afstýra, ef rétt er að farið. Um pað efni
ritar alkunnur íshafskönnuður, dr. W. S. Bruce, á
pessa leið:
»Pess er umfram alt að gæta um matarhæfi í
heimskautslöndum að lifa sem mest að unt er við
pau gæði, sem land og sjór veitir par sem menn
eru staddir. Ef leiðangursmenn eru í Norðurhöfum
pá eiga peir að eta óspart kjöt af moskusnautum,
hreindýrum, hérum og rjúpum. Peir skulu og eta
kjöt af björnum, rostungum, selum, svartfugli og
öðrum fuglum, ennfremur skarfakál og súrur, sem
viða er af gnægð. Ef menn eiga á hættu að vista
sig með niðursoðnum matvælum, pá skulu pau ein-
ungis etin endrum og sinnum til tilbreytingar eða
bragðbætis. Með pessum hætti má algerlega varast
skyrbjúg.«
Fuglatekja og dtintels:ja löl'T'.
Pessi var fuglatekja á íslandi árin 1916 og 1917
samkvæmt hlunnindaskýrslum hreppstjóra:
1916
Lundi . . 222,4 pús,
Svartfugl . 81,8 —
Fýll (fýlungur) 46,4 —
Súla ... 0,5 —
Ryta (skegla) 17,3 —
1917
206,3 pús.
135,6 —
36,9 —
0,2 -
17,7 —
Saintals 368,4 pús, 396,7 pús.
(72)