Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 65
Fyrsta krafa vor er sú, aö enginn írskur fulltrúi taki
pingsetu í parlamentinu brezka né sverji Bretastjórn
tránaðareiða«.
Þeir höfuð-aðiljar prir, er mest höfðu fjallað um
írlandsmál til þessa: Bretastjórn, þjóðernisflokkur
Redmonds og Ulstermenn, sáu nú, að eittlivað varð
til bragðs að taka. Beittist stjórnin fyrir því, að
stofnað var til nokkurskonar þjóðfundar eða nefndar
(Convention) sumarið 1917, er vinna skyldi að því,
að ráða fram úr um stöðu og örlög írlands á ókomn-
um tíma. Nefnd þessa skipuðu írar, Ulstermenn,
enskir landsdrotnar, háskólakennarar, biskupar,
nokkrir þingmenn, þar á meðal Redmond, en fram
hjá Sinn Feinum var alveg gengið. Var það mesta
yfirsjón, sem fyrr, þar sem þorri landsmanna var
tekinn að hallast til þeirra. — Enska lögreglan heitli
jafnan hinni mestu hörku og fór með írska foringja,
er hún náði, sem örgustu sakamenn. Urðu ýmis at-
vik til þess að auka fjandskapinn enn af nýju, sem
oflangt yrði upp að telja.
í októbermánuði um haustið (1917) stofnuðu Sinn
Feinar til eigin-pjóðfundar í Dýflinni. Sóttu þangað á
annað þúsund fulltrúa. De Valera var kjörinn forseti.
Kom það fram á fundinum, að ekki yrði látið fyrir
standa að grípa til vopna ef með þyrfti, en helzt
kváðust þó fundarmenn vilja fá viðurkenning réttar
síns á friðsamlegan hátt. Var samþykt, að allir væri
skyldugir að hlýða útboði þegar stjórn íra krefði.
Ennfremur lagði fundurinn ráð á um aðferð Ira
framvegis, meðal annars, að þeir skyldi ná valdi í
borgarstjórnum og héraða- og síðan stofna til lög-
gjafarþings, er skipaði landinu lög og stjórn og stofn-
aði írskt lýðveldi.
Gegn þessum stórræðum stóð þjóðernisflokkur Red-
monds ráðþrota. Redmond sjálfur stæltisl upp gegn
Bretastjórn, en vann sér þó ekki fylgi meðal íra.
(27)