Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 90
skipum aö fara héðan beint til Norðurlanda, en
mjög var strangt eftiriit með farþegum og farmi og
póstflutningur engin leyfður nema fyrst kæmi til Lun-
dúna og væri rannsakaður þar. — Greiðastar vóru
samgöngur við New-York. Fór »Gullfoss« þangað 6
ferðir, »Lagarfoss« þrjár eg »\Villemoes« tvær. Talið
er, að andvirði aðfluttrar vöru hafi numið 30 mil-
jónum króna um árið, en útfluttar nær 46 miljónum.
— Vörur allar, innlendar og útlendar, vóru i afarverði
og fór það hækkanda. T. d. vóru kol í Rvik 325 kr.
smálestin, rúgmjöl 63 kr. tunnan, hveiti 80 kr., hafra-
mjöl 45 kr. (100 kíló). Uthejr nýhirt var selt á 20 aura
pundið.
* *
Jan. 1. Nýárssund i Reykjavík. Fyrstu verðlaun fekk
Erlingur Pálsson. — S. d. »Próttur«, blað íþrótta-
félags Reykjavíkur, kom út í fyrsta sinni.
— 2. Stofnað i Reykjavík bæjarmála (og landsmála)-
félag, kallað »Sjélfstjórn«.
— 7. Útibú Landsbankans á Eskiflrði tók til starfa.
— 26. »Frón«, blað sjálfstæðismanna, fór að koma
út i Rvík. Ritstjóri Grímúlfur Olafsson.
— 31. Bæjarstjórnarkosning í Reykjavík. Fekk Sjálf-
stjórnarlisti fjóra fulltrúa, en verkmannalisti þrjá.
Febr. 8. Stofnað Flóaáveitufélagið.
■— 20. Blaðið Pjóðólfur tók að koma út af nýju í
Rvík. Ritstj. Sigurður Guðmundsson magister.
Apríl 10. Alþingi sett.
— 27. Dagblaðið »Fréttir« tók að koma út í Rvík.
Ritstj. Guðm. Guðmundsson skáld.
í þessum mánuði tók til starfa í Reykjavik fyrsta
smjörlíkisverksmiðja hér á landi. Forstöðukona
Anna Friðriksdóttir.
Mai 4. Stofnaður Radíumssjóður íslands. Höfðu þá
safnast 150 þús. kr.
(52)