Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 71
ars staðar í heiminum, að meðtalinni Ameríku, en
þar er þó kaup hátt. í biöð hans skrifa víðsýnustu
menn Breta. Hann spyr aldrei um skoðanir þeirra,
heldur hvernig þeir leysi starfið af hendi. Sakir frjáls-
lyndis hans hafa menn, með skoðanir mjög fjar-
skyldar Lord Northcliffe’s, ætíð ótakmarkað rúm í
blöðum hans. Má þar til nefna H. G. Wells og Bern-
hard Shaw.
Lord Northclifie kvæntist ungur. Hjónaband hans
hefir verið hið farsælasta og konan honum samhent.
Fyrr á árum þurfti hún oft að aðstoða hann við
blaðamennskuna fram á nætur, enda hykar Lord
Northcliffe ekki við að leggja að sér og leggja á sig
vökur, þá er á þarf að halda. Á meðan á ófriðnum
stóð stofnaði lafði Northcliffe sjúkrahús, rak það
sjálf og kostaði. Hefir hún verið sæmd heiðurs-
merkjum fyrir.
Mjög er Lord Northcliffe alúðlegur við samverka-
menn sína. Ræðir við þá og umgengst alla jafnt sem
jafnoka sina. Hann er allbráður í lund og getur þá
orðið heitur í máli, en mjög sáttfús. Pað er allein-
kenniíegt, að svo að segja allir mótstöðumenn hans
eru menn, sem eigi þekkja liann persónulega.
Pó að blaðamennska Lord Northclifíes fram til
upphafs ^tyrjaldarinnar mikfu mundi ein næg til
til þess að halda nafni hans lengi á lofti, munu þó
afskifti hans og blaða hans af ófriðnum eigi síður
verða í minnum, enda er þar um mikil afskifti að
ræða.
Sumir fjandmenn Breta hafa lialdið því fram, að
það væri Lord Northclifíe, sem komið hefði ófriðnum
á. Pað þarf eigi að deila um þá fjarstæðu liér, en
hitt er víst, að Daily Mail hafði sagt ófriðinn fyrir.
Pví verður ekki neitað. Vildi blaðið beina augum Breta
að hættunni, en fekk litlu áorkað, enda vóru Bretar
allberskjaldaðir er á hólminn kom, sem alkunnugt er
orðið. Daily Mail hafði í fjöldamörg ár bent Bretum á
(33) 3