Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 62
við að búast, að Redmond eða Bretastjórn tæki svo
mikið mark á þeim, sem rétt hefði verið. Þegar um
haustið 1914 reyndu peir Roger Casement, Max Neill
og Pears að skipa uppreistarher úr sjálfboðaliði íra,
en tókst ekki að fá undir merki sin nema 11 púsund
af peim 169 púsundum, er gáfu sig fram gegn Ulster-
mönnum. Þó geklc Englendingum einnig mjög tregt
að safna sér liði í írlandi og fór andróðnr gegn
peim vaxandi árið 1915. Fengu Sinn Feinar mikinn
styrk af blöðum og flugritum frá Vesturheimi, er
laiimað var inn í landið. Gerðust pau æ berorðari
og vóru mörg ger upptæk. Jafnframt höfðu Englend-
ingar strangar gætur á írskum félögum. Ekki porðu
peir pó að lögleiða almenna herskyldu á írlandi,
eins og peir gerðu heima fyrir. Lýsti Bonar Law pví,
að slík lög mundu ekki komast til framkvæmdar,
nema beitt væri miklu valdi. Við petta óx írum
hugur og tóku enn að hyggja á nýja uppreist. Roger
Casement hafði farið til Rýzkalands í pví skyni að
fá paðan lið til landgöngu á írlandi og eins reyndi
hann að mynda herflokk af írskum föngum i Pýzka-
landi, en hvorttveggja brást. Eigi lét hann hugfailast
að heldur, fekk sér skip hlaðið vopnum til írlands
og lét skjóta sér pangað sjálfur með tveim félögum
sínum i pýzkum kafbát. En ráðngerð pessi komst
upp. Skipverjar sjálfir söktu vopna-farminum, en
Casement var handtekinn og hafður til Englands.
Varði hann mál sitt snildarlega, en var dæmdur af
lífi og hengdur.
Petta slysalega tiltæki dró mjög úr forsprökkum
Sinn Feina, en nokkrir peirra vildu pó eigi láta
ófrcistað og hófu uppreist i Dýflinni annan dag páska
1916. Helztir foringjar pessarar ráðagerðar vóru peír
Pearse, sem fyrr var nefndur, skáld mikið og mælsku-
maður, Mac Donagh, Joseph Plunkett, Conollg verk-
mannaforingi, Clarke nafnkunnur uppreistarmaður
frá fyrri tíma og Mac Bride, er barist hafði gegn
(24)