Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 122
arþingsins. Af fyrverandi löndum Rússaveldis hafa
tvö fengið viðurkenningu sem sjálfstæð ríki, Pólland
og Finnland. Eystrasaltslöndin, Eistland, Livland og
Kúrland, verða og að öllum líkindum sjáifstæð ríki,
en mál þeirra er ekki útkljáð enn. Sama er að segja
um smáríkin í Kákasus.
Aðalmál friðarþingsins var að sjálfsögðu það, að
semja friðarskilyrði fyrir miðveldin og þau ríki, sem
þeim höfðu fylgtí heimsstyrjöldinni. En í miðríkjunum
var nú mikið breytt frá því, sem verið hafði. Pýzka-
land var orðið lýðveldi, Austurríki alt dottið i mola,
og sömuleiðis Tyrkjaveldi. Pýzka stjórnarbyltingin
hófst í Norður-Pýzkalandi og var einkum róið und-
ir henni í upphafi af tveimur stjórnmálaflokkum, hin-
um »óháðu sósíalistum« og svo nefndum »Spartacus-
flokki«, sem hafði heimsbyltingu rússnesku Bolsjevík-
anna efst á stefnuskrá sinni. Pingmaðurinn Lieb-
knecht, sem setið hafði í fangelsi svo mánuðum skifti
vegna andróðurs gegn valdhöfum keisarastjórnarinn-
ar, stofnaði þennan flokk og stýrði honum. En þeg-
ar í byrjun byltingarinnar tóku foringjar meirihluta-
flokks sósialista málin í sínar hendur, komu bylting-
unni í verk og tóku völdin. Hinir eldri valdaflokkar
sættu sig við þetta og studdu þá, en upphaflegu bylt-
ingaflokkarnir, einkum Spartacusflokkurinn, lentu í
andstöðu við þá, sem var mjög hart sótt um tíma.
Aðalforingjar meirihluta-sósíalistanna, Ebert og Schei-
demann, tókust á hendur æðstu völdin. Varð Ebert
fyrst kanslari, en síöar ríkisforseti, en Scheidemann
forsætisráðherra. Hermálin vóru fengin manni, sem
Noske heitir, og bældi hann niður uppreisnarhreyf-
ingarnar með barðri hendi. Fjórði maðurinn, sem
mestu réði, var Erzberger. Hann fékk friðarmálin til
meðferðar og átti í sífeldu þjarki við Foch, yfirhers-
höfðingja bandamanna, um þau. Utanríkismálaráð-
herra varð Brochdorff-Rantzau greifi. Pessi stjórn
átti við megna erfióleika að stríða, bæði vegna óeirð-
(84)