Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 61
mætismenn, er vel vóru virðir. En við hamfarir
Ulster-manna færðust Sinn Fein-ar í aukana, buðu út
sjálfboðaliði og drógu að sér vopn eftir mætti. Með-
al peirra, er mest beittust fyrir flokknum og efling
hans var Sir Roger Casement. Hafði hann verið ræð-
ismaður Breta í Suður-Ameríku og fengið gott orð
fyrir uppljóstur grimdarverka, er brezkt gróðafélag
hafði í frammi við Indiána í Brazilíu og eins um
óstjórn Belga í Kongo. Sjálfur var hann eldheitur
hugsjónamaður og mjög hugþekkur í kynning.
Sumarið 1914 stóð hvortveggi sjálfboðaherinn víg-
búinn — irska liðið var þá orðið 169 þusundir og beið
þeirrar stundar, að sjálfstjórnarfrumvarpið yrði að
lögum — en þá kom heimsstyrjöldin sem þruma úr
heiðríki.
Carson hét stjórninni þegar fylgi sjálfboðaliðs síns
og i annan staö lýsti Redmond því, að írar mundu
og styðja stjórnina í ófriðnum, því að hann vildi
hafa sitt fram á friðsamlegan hátt. Kom það upp af
samningum hans við Asquith, að stjórnin gerði sjálf-
stjórnarfrumvarpið að lögum í september um haustið,
en þó svo, að það kæmi eigi til framkvæmda fyrr en
að ófriðnum loknum. Var þessu ráði beitt til þess að
friða íra í bráð og vinna fylgi Redmonds, enda hét
hann stjórninni fullum stuðningi íra og fór sjálfur
margar ferðir til írlands til þess að kveðja þá til
liðs við brezka herinn. — í annan stað var Carson
nú hinn æfasti og hét uppreisn í Ulster jafnskjótt
sem lögin gengi í gildi eftir styrjöldina.
Redmond vanst að sönnu eigi svo mikið á við íra
sem hann ætlaði. Tortrygnin óx, vonin glæddist um
sigur Pjóðverja, er mundi frelsa írland að fullu, og
óspart var á loft haldið herópi Breta, að þeir berðist
fyrir rétti smáþjóðanna, sem vonlegt var. »Að þessu
takmarki Breta vinnum vér bezt«, sögðu írar »með
því að berjast fyrir írland á írlandi!«
Sinn Feinar áttu all-örðugt framan af og því eigi
(23)