Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 109
ir landkönnuðir og því gagnkunnugir landsháttum.
Telja dönsk blöð stjórnina svo vel skipaða, að ekki
verði á betra kosið.
Ákveðið er að gera út leiðangur, er hafi fyrstu vet-
ursetu par sem þeir kalla »Danmerkurhöfn«. Liggur
sá staður á 77. stigi norðurbreiddar. Foringinn er
niðursuðumaður, er Manniche heitir, veiðimaður hinn
bezti og þrautkunnugur þar nyrðra. Auk hans heflr
félagið mörgum reyndum veiðimönnum og flskimönn-
um á að skipa. Sumir eru snillingar í meðferð skinna
og fuglshama, aðrir valdir til þess að sjóða niður
lax. Hver hefir til síns ágætis nokkuð.
Félagiö býr menn sina vel að skipum og vélbát-
um og öðrum áhöldum, sem betra er að liafa en án
að vera.
Pað er til marks um dýragnótt landsins, að síð-
ustu leiðangursmenn Dana sáu 114 hvítabirni og
lögðu 90 þeirra að velli; þeir drápu og hálftannað
hundrað refa og vóru skinnin mestu gersimar.
Mikilla auðæfa væntir félagið af drápi sela og
hvala, en þó er búist við, að laxveiðin verði arð-
mest. Hamir sjaldgæfra fugla munu og reynast. dýr-
mætir og eggjataka arðsöm.
Félagið ætlar sér að senda livert sumar eitt skip
eða fleiri eftir föngum þeim, sem aflað heflr verið
veturinn og vorið. Fóru veiðimenn fyrstu förina í
sumar. Er gert ráð fyrir, að skipin stundi selveiðar
að vorinu i norðurleið að dæmi Norðmanna. En það
er kunnugt, að Norðmenn afla árlega miljóna króna
með selveiðum í norðurhafi.
Félagið hygst að færa út kvíarnar ár af ári suður
með landi frá »Danmerkurhöfn« og setja þar ýmsar
fastar stöðvar, svo sem við »Shannon«, »Frants Jö-
seps-fjörð« og víðar.
Sfofnfé var þrjú hundruð þúsundir króna og söfn-
uðust þegar við stofnun félagsins 200000, en afgang-
(71)