Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 112
Haraldslivseöi eöa Hrafnsmál.
(Með stuttum skýringum).
Kvæði þetta heitir Haraldskvœði eða Hrafnsmál og er meir en
þúsund ára gamalt. Það mun kveðið skömmu fyrir árið 900, eða
heldur fyrir miðja landnámsöld íslands. Höfundur þess er Por-
björn hornklofi, einn af höfuðskáldum Haralds konungs ins hár-
fagra. Er kvæðið orkt til ágætis konungi þá er hann var á bezta
skeiði og veldi hans sem mest. Er það fyrir þvi mjög merkilegt,
að það er lýsing samtimamanns á iðju og athöfnum þessa nafn-
fræga konungs, segir skilmerkilega frá Hafursíjarðaroruslu, hí-
býlaliáttum konungs, kvennafylgd, hirðsveit, skáldum, berserkj-
um hans, er nefndir vóru úlfhéðnar, og loks frá leikurum og
trúðum, er i höllinni skemtu. Lýsingarnar eru viða glymjandi
snjallar og setja kynja-ljóst fram nokkurs konar kvikmynda-þætti
úr ævi þess konungs, er upphaf íslands bygðar er svo mjög við
tengt og átti meira þátt i örlögum lands vors en nokkur annar
konungur. Kvæðið getur þvi einnig kallast nokkurs konar vöggu-
ljóð þjóðar vorrar og hefir borist liingað þegar á landnámsöld og
geymst siðan i minni manna unz það var skrásett af íslenzkum
fræðimönnum á 12. eða 13. öld.
Nú eru að vísu eigi til nema brot úr kvæðinu, sem geymst
hafa ósamstæð í ýmsum fornritum vorum (Fagrskinnu, Heims-
kringlu og Snorra-Eddu) og sumar visurnar þar eignaðar öðrum,
en háttur og efni scgir til sin og hefir brotum þessum þvi verið
skipað saman. Eru þau síðast prentuð i fornkvæðasafni dr. Finns
Jónssonar (»Den Norsk-Islandske Skjalriedigtningcr) og eru hér
tekin eftir þeirri útgáfu. Auðsjáanlega vantar i kvæðið og aftan
af því.
»Hrafnsmál<í er kvæðið kallað af þvi, að skáldið lætur hrafn
mæla við valkyrju og segja henni frá nfrekum konungs. Er það
orkt undir þeim hætti, sem nefndur er málahátlur%
Pað hefir nokkuð dregið til þess, að kvæðið er hér prentað, að
íslendingum er það frami að kunna á tungu sinni svo fornt kvæði
og efumst vér um, að alþýða annarar þjóðar skilji tungu sína
lengra fram.
(Upphaf).
1. Hlýði hringberendr,1)
meðan frá Haraldi
segi’k odda íþróltir8)
enum afar-auðga.
1) Hirðmenn, er skáldið biður hljóðs. 2) hernaðar-iþróttir. 3)
(74)