Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 23
fyrir sólu yfir á morgunhimininn og er lengst í vesturáit frá sólu þ. 5. septem-
ber. Kemur hún þá upp 5 klukkustundum fyrir sólaruppkomu í Reykjavík. Venus
skín skærast 20. maí og svo aftur 2. ágúst.
Mars er í ársbyrjun í fiskamerki og reikar austur eftir um hrútsmerki,
nautsmerki, tvíburamerki, krabbamerki, Ijónsmerki, meyjarmerki og inn í meta-
skálamerki, en í því merki er hann við árslok. Hann er í hásuðri frá Reykja-
vík: Þ. 29. janúar kl. 5 e. m., þ. 14. marz kl. 4 e. m., þ. 5. maí kl. 3 e. m.,
26. okt. kl. 11 f. m. og 6. dez. kl. 10 f. m.
Júpíter er í fiskamerki í ársbyrjun og reikar austur á við inn í hrúts-
merki, snýr þar við þ. 4. september og heldur vestur á bóginn það sem eftir
er af árinu. Hann er enn í hrútsmerki við árslok. í hásuðri frá Reykjavík er
lúpíter þ. 17. jan. kl. 5 e. m., þ. 4. febr. kl. 4 e. m., 23. febr. kl. 3 e. m.,
*3. marz kl. 2 e. m., 11. sept. kl. 4 f. m., 26. sept. kl. 3 f. m., 10. okt. kl. 2
f* m., 24. okt. kl. 1 f. m., nóttina milli þ. 5. og 6. nóv. á miðnætti, 19. nóv.
kl. 11 e. m., 2. dez. kl. 10 e. m., 16. des. kl. 9 e. m. og við árslok kl. 8 e. m.
k
Satúrnus er við upphaf ársins, í fiskamerki og reikar austur eftir inn í
brútsmerkið. Þar snýr hann við þ. 27. ágúst og reikar vestur á leið til ársloka.
Hann er í hrútsmerki við áramótin. Satúrnus er í hásuðri frá Reykjavík: Þ. 6.
i»n. kl. 7 e. m., 22. jan. kl. 6 e. m., 7 febr. kl. 5 e. m., 24. febr. kl. 4 e. m.,
12. marz kl. 3 e. m., 27. ágúst kl. 5 f. m., 11. se'pt. kl. 4 f. m., 26. sept. kl.
3* f. m., 10. okt. kl. 2 f. m. 24. okt. kl. 1 f. m., nóttina milli þ. 6. og 7. nóv.
* miðnætti, 21. nóv. kl. 11 e. m., 5. dez. kl. 10 e. m. og þ. 19. dez. kl. 9 e. m.
Uranus sést næstum aldrei með berum augum. Hann er austast í hrúts-
*nerki framan af árinu og eins í árslok, en hinn tímann vestarlega í nautsmerki.
^cgnt sólu verður hann 16. nóvember og er þá um lágnættið í hásuðri frá
Reykjavík, 44® yfir láréttan sjóndeildarhring.
Neptúnus og Plútó sjást ekki með berum augum. Neptúnus heldur sig
vestan til í meyjarmerkinu og er gegnt sólu þ. 14. marz. Þá er hann í hásuðri
frá Reykjavík um lágnættið, 29® yfir sjóndeildarhringinn. Plútó verður gegnt
sólu 24. janúar, 49® á Iopti um lágnættið.
(21)