Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 62
®fnin þó ekki nema koi, vatnsefni, og vottur af súr-
efni. Undanfari (provítamin) A-vítamíns er litar-
efnið karótín, sem er skylt blaðgrænu. Karótín er
gult eða rauðleitt, og má því beinlínis sjá með eigin
augum, að matvæli séu misjafnlega rík að A-efninu,
t. d. í eggjarauðu, guirótum og gróandasmjöri. í lifr-
inni breytist karótin í A-vítamín, enda er obbinn af
öllu A-efni likamans þar saman kominn. Lifur er af
mörgum ástæðum holl fæða. Þessi vítamín-myndun
á sér stað fyrir áhrif frá skjaldkirtlinum; hinsvegar
hefir A-efnið hemil á skjaldkirtlinum og temprar
þannig líkamsvöxtinn. Þarna er dæmi um samspil
vítamína og hormóna (thyroxin). Það leiðir af
myndun A-vítamínsins, að það á uppruna sinn i jurta-
ríkinu, og er þaðan komið í likama dýra og manna.
Þorskkindin gleypir seiði, sem hafa lifað á jurtaátu
í sjónum. í lúðulifur er meira A-vitamín en í öðrum
fiskum.
Þjóðbandalagið hefir beitt sér mjög fyrir vitamtn-
rannsóknum og hafa vísindamenn, fyrir forgöngu
þess ákveðið mælieining fyrir A-vítamín. En það
er vítamingildi í 0,6 y af karótíni (1 y = 0.001
milligr.). Áður voru ekki tök til ákvörðunar á A-
vítamínum, nema með tilraunum á rottuyrðlingum.
En nú má ákveða fjörefni kemískt, með litarprófun
eða þá með spektróskópi. Allt er þetta því komið
á traustan grundvöll vísindanna.
Hvað verður nú að, ef menn fá A-efnið af of
skornum skammti í daglegu fæði? Þá koma fram
vöntunareinkenni af ýmsu tagi: Þrálát kvefvesöld,
og meltingaróregla, þyrkingslegt hörund og þurkur
i augum, lélegur magasafi, þvi saltsýruna vantar;
eistu og eggjakerfi rýrna, kynhvatir dofna. Allt
kirtlastarf biður m. ö. o. hnekki og almennt þol gagn-
vart aðvífandi sjúkdómum verður minna, vegna þess
að A-vítamín styrkir slímhúðirnar og örvar fram-
leiðslu hormóna í getnaðarfærunum.
(58)