Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 69
mynd. C-efnið nefna efnafræðingar askorbínsýru,
sem í hreinu formi er hvítt kristallsduft, er leysist
i vatni, eins og strásykur. í líkamanum breytir ask-
orbínsýran ýmsum efnum, með áhrifum á súrefni
þeirra (reduktion og oxydation).
Það er ekki lítils um vert að vita nú vissu sina um
C-vítamínið, enda sæmdi Karolinska Institutet
(læknaháskólinn) í Stokkhólmi Dr. Szent-Györgyi
Nóbels-verðlaunum fyrir þetta vísindaafrek. Síðustu
rannsóknir benda reyndar á, að C-vitamín muni, auk
askorbínsýrunnar, hafa í sér enn eitt efni (Vítamin
C2 eða Vit. I), er hafi mikinn varnarmátt gegn sýkl-
um. Mest er af því í nýjum, suðrænum aldinum og í
sólberjum þ. e. a. s. svörtum ribsberjum, sem þrosk-
ast hér á landi í góðum sumrum. Auk þess er C-efni
að hafa i ýmislegu grænmeti, en einkum í kartöflum.
Það er siður hér á landi að sjóða þær óskrældar —
í hýðinu; það er einmitt rétt aðferð, því annars
niissist C-efnið í soðið. Iíartöflur missa mjög C-efnið,
þegar líður á veturinn, eftir langa geymslu.
Skarfakál hefir reynzt íslendingum vel gegn skyr-
bjúg, og söl hafa líka verið talið einkar holl.
Nýmjólkin hefir í sér talsvert af þessu fjörefni,
einkum að sumrinu til, og þegar gripunum er gefið
gott grænfóður. En skilyrði er, að nýmjólkin sé i
raun og veru ný, en ekki langt að flutt. Það er víst
engin fæðutegund jafn dýrmæt sem verulega góð
nýmjólk. Deilur um mjólkursölu eru því ætíð við-
kvæmt mál; þær hafa verið ofarlega á baugi hér í
höfuðstaðnum, og koma reyndar oft upp erlendis.
Frá sjónarmiði neytandanna er málið ofur einfalt:
Mjólkin á að vera sem nýjust, framleidd sem næst
neytendunum, og vitanlega úr heilbrigðum og vel
hirtum skepnum. Það er alltaf hætt við miklum bakt-
eríugróðri, þegar langt líður frá mjöltum. En við
langan flutning, þegar loft hristist í mjólkina, miss-
lst mikið C-vítamín.
(05)