Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 42
þvx eigi sér stað. Breyting á orkuforða atómsins
getur aðeins átt sér stað með þeim hætti, að atómið
komist algerlega úr einu stilltu hreyfingarástandi í
annað.
Síðari forsendan segir, að ef slík breyting á sér
stað, samfara útgeislan eða viðtöku Ijósaldna, fari
tíðni þeirra eingöngu eftir því, hve breytingin á
orkuforða atómsins er rnikil, og finnst tíðnin með
því að deila með fastákveðinni tölu (Plancks tölu)
í mismuninn, sem varð á orkuforðanum við breyt-
inguna. Samkvæmt síðari forsendunni fer þvi bæði
orkuútgeislan og orkuviðtaka fram í orkuskömmt-
urn þeim, sem kenndir eru við Planck.
Vatnsefnisatómið er byggt úr pósitífum kjarna
og einni elektrónu, sem gengur umhverfis hann.
Þessi elektróna á um að velja allmargar brautir og
til hverrar brautar svarar eitt stillt ástand atóms-
ins. í hverri sem er af þessum stilltu brautum,
hlýðir elektrónan venjulegum hreyfingarlögmálum,
þannig að braut hennar verður sporbaugur, með
atómkjarnann í öðrum brennipunktinum. En þvert
ofan í löginál Maxwells orsakar hringrás elektrón-
anna enga útgeislan. Hinar stilltu elektrónubrautir
vatnsefnis-atómsins má númera þannig, að sú innsta
sé nr. 1, sú næstinnsta nr. 2 o. s. frv. Fari elektrón-
an úr ytri braut í innri, t. d. frá nr. 4 til nr. 1,
framkvæmir rafmagnskrafturinn, sem togar hana að
kjarnanum, vinnu, eins og þyngdarkrafturinn gerir,
þegar hann dregur fallandi stein til jarðar. Nokkur
hluti þessai’ar vinnu fer til þess að auka hraða
elektrónunnar, því að hann er því meiri sem brautin
er innar, en hinn hlutinn verður að geislaorku, er
geislar út frá atóminu sem ein ljósöldulest og er
atóminu þar með algerlega glötuð. Tíðni aldnanna
má finna með einfaldri deilingu, eins og áður er
getið, ef hinn glataði orkuforði er þekktur. Þegar
elektrónan er komin í innstu braut, getur hún ekki
(38)