Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 66
sýki. HjartaS bilar, vegna þess að eitt af verkefnum
B^-vítamina er að eyða (oxydera) mjólkursýrunni,
sem ætíð vill safnast fyrir i hjartavöðvanum. Þetta
eru helztu einkenni Beri-Beri-sjúkdómsins í Asíu,
hjá þjóðum, sem lifa að heita má einvörðungu á
grjónamat. Varð þessi sjúkdómur mjög algengur,
þegar tekið var að hreinsa hýðið vandlega frá grjón-
unum. En vítamínið lenti allt i hratinu, sem fleygt
var. Nú er hismiö aftur komið til vegs og virðingar,
þvi þar eru þessi lífefni. í heilhveiti er hinsvegar
saman malað kornið og hýðið. Það er hæpið, að
reglulegur beri-beri geri vart við sig, nema þar sem
viðurværi fólksins er nær eingöngu hrísgrjón. En
vitanlega getur orðið nokkur þurð á B-vítamíni í
matnum, þó ekki komi til áberandi sjúkdómsein-
kenna. Það er ekki ráðlegt að borða eintómt hveiti-
brauð, nema þar sem lika er völ á ýmiskonar jurta-
fæðu af öðru tagi. En utan hitabeltislandanna er
venjulega nægilegt Brefni í matnum, þannig að ekki
kemur til beri-beri.
Hér á landi getur þó orðið vart Bx-vöntunar, þeg-
ar sérstaklega stendur á — sem sé hjá króniskum
drykkjumönnum. Þeir fá taugabólgur, sem m. a.
lýsa sér í göngulagi alkohólista, er drukkið hafa
árum saman. Orsökin er sú, að áfengið eykur Bx-
þörf líkamans. En hinsvegar hafa drykkjumennirn-
ir veikan og sýrulausan maga; matartekjan er lítil
og magaslímhúðin getur ekki tileikað sér Bj-efni
fæðunnar. Taugabólgur alkohólistanna skoðast því
sem vöntunar-einkenni (Bj-hypovitaminose).
Kemísk formúla þessa efnis er: C12H18N40SC12-
Það er eftirtektarvert, að það hefir í sér, auk venju-
legra frumefna, köfnunarefni (N), brennistein (S)
og klór (Cl). Bj fá menn úr kornmat, en auk þess
úr lifur, hjörtum og nýrum. Nautgripir hafa þann
einkennilega hæfileika að geta myndað B^-vítamín
í iðrum sínum — i lakanum — og fyrirfinnst það
(62)