Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 70
Líffærin þurfa mismikið af askorbínsýrunni. Hún
sezt mjög að í ýmsum kirtlum, og líka í auganu.
C-vítamín af of skornum skamti gerir vart við sig
með deyfð og þreytu, matarólyst og meltingaróreglu,
veiklun á æðum og tilhneiging til blæðinga; Það
vill koma út mar hér og hvar á líkamanum, án veru-
legs áverka. Á hæsta stigi C-vöntunar (C-avitminose)
kemur fram reglulegur skyrbjúgur. Læknar álíta, að
C-efnið sjái um, að frumurnar á innra borði æðanna
límist vel saman og verði vel blóðþéttar. Próf.
Göthlin í Uppsölum hefir bent læknum á einfalda
aðferð til þess að prófa æðaþolið. Hefir komið í
ljó’s, að margir lifa við C-efnisskort, þótt ekki komi
fram bersýnileg skyrbjúgseinkenni. — Læknir vita, að
pelabörn geta fengið skyrbjúg, þegar mæður þraut-
sjóða pelamjólk, af ótta við bakteriur.
Askorbínsýru, þ. e. a. s. C-vitamín, má nú fá í
lyfjabúðum eftir resepti. Sýran er framleidd i verk-
smiðjum, en er mjög dýr. Það er hættulitið efni,
notað sem lyf; þvi það, sem afgangs er þörfum líkam-
ans, leitar til nýrnanna og má finna það í þvaginu.
E-vítamín. Þetta efni er nauðsynlegt fyrir frjóvgun
og innvortis kynfæri, þ. e. a. s. legið og eggjakerfin;
en líka þarflegt fyrir heiladingulinn, sem framleiðir
ómissandi hormóna til áhrifa á eggjakerfin. Þetta
hefir verið athugað á ýmsum dýrum. Þegar E-efnið
vantar, getur kvendýrið að visu frjóvgast; en fóstrið
verður dauðfætt, eða visnar í leginu. Þetta þekkist
hjá nautpeningi og sauðfé; en mest er það áberandi
í rottum, músum, hænsnum og býflugum (drottn-
ingin).
Efnasamsetning er kunn. Það er sama efnið og
a-Tokoferol, sem er e. k. olia. Skepnur fá þetta með
ýmsum grösum og með spenamjólkinni. í líkaman-
um safnast E-vítamínið fyrir í fylgjunni og í heila-
dinglinum, sem verkar mjög á kynfærin. Lyfin Evion
og Fertilan hafa E-efni í sér, og eru notuð handa
(66)