Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 56
Matthías Matthíasson, Kaupmh. (arkitekt).
Ólafur Björnsson, Ivaupmh. (hagfræðingur).
Ólafur Tryggvason, Kaupmh. (rafmagnsverkfr.).
SigurSur Þórarinsson, Stokkhólmi (jarðfræSingur).
Samgöngur. Að hafnarbótum var unnið í Ólafsvík,
á Flateyri, Súgandafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki,
Siglufirði, Dalvik, Þórshöfn, Þorlákshöfn, Stafnesi,
Gerðum í Garði, Reykjavík og víðar. Endurbyggðir
voru vitar á Hvanney við Hornafjörð, Brimnesi við
Seyðisfjörð og Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð og ljós-
merki sett í Málmey og Grímsey (fullgerðir vitar þar).
Hafin var vitabygging við Stokkseyri.
Orka ríkisútvarpsins var aukin 1. ág. í 100 kw.,
og 27. sept. tók til starfa endurvarpsstöð á Eiðum.
Að vegabótum var unnið mjög dreift eins og árin á
undan. Lokið var vegi norður um Holtavörðuheiði
niður í byggð. Unnið var að endurlagning vega út
frá Reykjavík, malbikaðra eða úr járnbentri steypu.
Þjóðvegir voru í árslok taldið 4480 km., þar af 1200
km. aðeins reiðfærir, 2 þús. km. bílfærir að sumar-
lagi einungis, en 1300 km. dágóðar akbrautir. Bílfærir
vegir voru áætlaðir alls mun lengri en þjóðvegirnir,
eða um 4800 km. En þjóðvegakerfið hafði vaxið um
76% á siðustu 5 árum.
Samgöngur á sjó breyttust litið. Esja ,annað strand-
ferðaskip ríkisins, var selt til Chile og fór héðan i
október.
Skiptjón. Togarinn Ólafur hvarf á Halamiðum
með öllu, 21 maður fórst. Vélb. Víðir, Vestm., fórst
% með 5 mönnum, og bátstapar urðu oftar (sbr.
Mannalát). Drukknanir urðu 47 á sjó og landi. Vélb.
Svanur, Vestm., sökk %, mannbjörg. Vélb. Sæborg og
Reynir strönduðu í Keflavík náðust báðir út.
Vélb. Þorsteinn strandaði við Búðir, %, náðist út. —■
Enskur togari, Lincolnshire, strandaði i Dýrafirði 391o,
náðist út.
Útvegur. Fiskafli í salt varð 38 þús. tonn, þriðjungi
(52)