Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 71
konum, sem hætta er á að leysist höfn, og til þess
að auka mjólkurrennsli í brjóstin; lika til þess að
örva tíðir hjá ungum stúlkum.
H-vítamín. Það er fundið 1927. Þetta efni er í
visindabókum líka nefnt húð-„faktor“, vegna þess
að það heldur heilbrigðu hörundinu á ungbarnsaldri.
Ungbörn eru stundum skinnveik (barna-eksem) og
eru það ekki síður brjóstabörn en pelabörn. Á þessu
aldursskeiði er eggjahvítu-meltingin ekki eins full-
komin og siðar verður; þessi efni klofna ekki nægi-
lega sundur, áður en þau ganga gegnum slímhúð-
irnar í görnunum. En það verkar aftur óheppilega
á húðina.
í líkamanum safnast H-vítamínið einkum fyrir í
lifur og nýrum; lifrin er þvi holl fæða; það er ráð-
lagt að gefa ungbörnum með þessi kaun 25—30 gr.
af nauta- eða svínslifur á dag. Bananar eru líka til-
valdir; ennfremur spínat og eggjarauða. í brjósta-
mjólk er frekar lítið um H-efni.
Skinnveikar rottur eru notaðar til þess að prófa,
hve ríkar ýmsar fæðutegundir eru að H-vítamíni.
Ein H-efnis-eining er það, sem þarf til þess að
græða lcaun rottunnar á 4 vikum.
T- og K-vítamín. T-efnið sér um, að nóg sé af
þeim frumum, (thrombocytar), sem vinna móti mari
og blæðingum i holdinu. En þegar það er í ólagi,
vill bera á húðblæðingum, eins og við svonefndan
Werlhofs sjúkdóm. Svipað ætlunarverk hefir K-
vítamin, sem einkum er nauðsynlegt fuglum.
P-vítamín. Dr. Szent-Györgyi hefir framléitt það
kemiskt hreint úr sítrónum og paprika. Þetta víta-
mín nefnist líka Citrin. Það varðveitir styrk æðanna,
°g vill bera á blæðingum, þegar það vantar.
(Auk þeirra fjörefna, sem lýst hefir verið, þekkja
menn Vítamín J, sem vinnur gegn lungnabólgu — í
skepnum — og yítamín l( sem örvar mjólkurrennsli
* íúgrin).
(67)