Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 88
Hlutfallstölur
Iíarlar Konur Samtals Kanada ísland
40—49 ára .... 997 921 1 918 11.9 °/o 9.6 °/o
50—59 — .... 679 670 1349 8.4 — 7.7 —
60-69 — .... 622 565 1 187 7.4 — 6.2 —
70—79 - .... 349 386 735 4.6 — 3.5 —
80-89 — .... 78 112 190 1.2 — l.o —
Yfir90 — .... 2 10 12 O.i — 0.1 —
Oþekktur aldur 1 1 2 O.o — 0.2 —
Samtals 8 206 7 828 16 034 100.o°/o 100.6 °/o
Aðalmunurinn á hlutfallstölunum er sá, að meðal
íslenzkumælandi fólks i Kanada eru börn innan 10
ára tiltölulega miklu færri heldur en á íslandi, en
aftur á móti tiltölulega meira um fólk yfir þrítugt.
Skiptingin milli karla og kvenna er hér önnur
heldur en meðal innflytjendanna, því að konur eru
töluvert færri en karlmenn meðal íslenzkunrælandi
fólks í Kanada. Á móts við hverja 1000 karlmenn
koma aðeins 954 konur.
Trúarbrögð. Samkvæmt kanadiska manntalinu 1931
skiptust þeir, sem töldust af íslenzku ætterni, þannig
eftir trúarbrögðum.
Lútherskir 14 972 77.2 °/o
Sambandssöfnuður .... 1624 8.4 —
Enska kirkjan 619 3.2 —
Presbyteríanar 360 1.6 —
Aðrir trúflokkar 1723 8.9-
Utan trúflokka 80 0.4 —
Oupplýst 14 0.1 —
Samtals 19 382 100.0 °/o
í manntalinu eru þeir 1624, sem hér eru taldir
Sambandssafnaðar, taldir til United Church
Canada, sem er samsteypa af meþódistum, pres-
býteríönum og congregationalistum, en það mun
vera byggt á misskilningi við úrvinnslu manntalsins,
þvi að Sambandssöfnuður íslendinga í Kanada er
(84)