Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 35
Píus XII. var krýndur til páfa í Péturskirkjunni
12. marz, með þeirri fádæma viðhöfn, sem tíðkaSt í
kaþólsku kirkjunni. .. . .. „ .
Hallgrinmr Hallgnmsson.
Niels Bohr.
Niels Bohr er fæddur í Kaupmannahöfn 7. okt.
1885. Faðir hans, Christian Bohr, var prófessor í
lífeðlisfræði við háskóla Kaupmannahafnar. Nie'ls
Bohr stundaði nám í Kaupmannahöfn fram til ársins
1911, er hann varði þar doktorsritgerð sína. Sama
ár sigldi hann til Englands og vann um hríð á
Cavendish tilraunastofunni í Cambridge, er þá var
undir stjórn hins fræga enska vísindamanns J. J.
Thomsons, en árið eftir vann hann á tilraunastofu
Sir Ernest Rutherford í Manchester. Árið 1914 koin
hann í annað sinn til Manchester, eftir eins árs
dvöl í Kaupmannahöfn. Árið 1916 var hann út-
nefndur prófessor í teoretiskri eðlisfræði við há-
skólann í Kaupmannahöfn. Þar voru i fyrstu eigi
slík skilyrði til rannsókna sem á hinum ensku til-
raunastofum, er hann hafði unnið á, en fyrir atbeina
Bohrs og samverkamanna hans í Kaupmannahöfn
var stofnuð þar tilraunastofa, sem hlaut nafnið
„Unversitetels Institut for teoretisk Fysik“, er í
daglegu tali er kölluð „Bohrs Institut“, enda er það
hvort tveggja, að Bohr hefir veitt stofnuninni for-
stöðu frá upphafi og sett sinn svip á hina stór-
nierku starfsemi hennar í þágu eðlisfræðinnar. í
Bohrs stofnun eru auk fyrirlestrasals, bókasafns og
íbúðar fyrir forstöðumann, aðstoðarmenn og fleira
starfsfólk, 7 vinnustofur búnar hinum fullkomnustu
tækjum til hvers konar tilrauna í eðlisfræði og
efnafræði. Meðal áhaldanna má nefna litsjár af ýms-
(31)