Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 64
vegna þykir hlýða að láta þau fylgjast að í þessari
frásögn.
D-vítamínið stjórnar því, að beinin á barnsaldri
harðni eðlilega af kalki og fósfóri, og að lengdarvöxt-
urinn haldist sem vera ber. D-efnið kemur m. ö. o.
í veg fyrir beinkröm — ensku sýkina. En þeirn
sjúkdómi lýsti fyrstur manna enski læknirinn
Glisson árið 1650. Börnin verða hjólfætt, vegna þess
að fótleggirnir svigna, bakið bognar, höfuðbeinin af-
lagast og rifin hnýtir — allt vegna þess að beinin
kalkar of lítið. Börn með beinkröm eru yfirleitt
kvellingasöm og kvefsæl. D-efnið í lýsi læknar þau.
En hér keniur annað merkilegt atriði til sögunnar.
Þessi börn læknast líka af Ijósböðum. Hvernig stend-
ur á því? Það er líka gömul reynsla, að beinkröm
gerir einkum vart við sig í dimmum húsakynnum.
Skýringin er sú, að ljósið breytir efnum í húðfit-
unni (ergosterin) í D-vitamín, m. ö. o. þetta fjörefni
getur mgndast i sjálfnm líkamanum, ef ljósið vekur
það upp (synthese). Annars er gangurinn sá, að vér
þurfum að fá vítamínin með fæðunni. Það hefir
tekizt að framleiða kristall-hreint D-vitamín
(Windaus og samverkamenn hans). Afbrigði eru
vítamín D2 og D^; kemísk formúla þess er C27H440,
en samsetningin æði flókin.
A íslandi er lítið um beinkröm, nema þá á lágu
stigi. Má þakka það fiskáti og lýsisneyzlu lands-
inanna.
Fisklifur — úr þorski, lúðu og hákarli — hefir
i sér langsamlega mest af D-vítamíni. Menn hafa
brotið heilann um, hvernig muni standa á því, að
þau ósköp hlaðast af D-efni í fisklifrina. Það er
nokkuð á huldu. Væntanlega geta fiskarnir fram-
leitt vítamínið í lifrinni. Annars er líka D-efni að
hafa í smjöri, eggjarauðu, geri og nýmjólk; auk
þess hefir mjólkin í sér dýrmæt kalk- og fosfórefni
í beinin. í grænmeti er lítið af D-efni.
(60)