Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 78
í helgu viku 22. maí, og mun það vera hin rétta dag-
setning.
Þá hefir Símonsmessa stundum komið ruglingi
til leiðar. Tveggja postula messan síðari nefndist
oftast nær Símonsmessa og Júdas, og er þessa getið
í almanakinu við 28. október, en stundum létu menn
sér nægja, að nefna hana aðeins Simonsmessu. í
sumum kaþólskum dagatölum er hinsvegar 18.
febrúar eignaður Símoni biskupi og píslarvotti, og
í Fornbréfasafninu er Símonsmessa stundum talin
þenna dag, en að minni hyggju er það síður rétt.
En þessi tvískinnungur i merkingu Simonsmessu
hefir orðið til þess, að löggjafarbréf Andrésar Guð-
mundssonar og Þorbjargar Ólafsdóttur er tvíprentuð
í VII. bd. Fbrs. Fyrra sinnið dagsett 15. febr. 1501,
en hið síðara sinnið dags. 26. okt. sama ár og
mun það vera hin rétta dagsetning.
Árið 1940 er hlaupár, og breytir það dagsetning-
um 2 fyrstu mánuði ársins, ef miðað er við páska
eins og hér hefir verið gert. Þetta hefir eigi komið
að sök í dæmunum hér á undan, þvi að dagsetning-
arnar hafa verið síðar á árinu. Vissast er samt að
bera dagsetningar i venjulegum árum við almanök
um ár, sem eru ekki hlaupár, en dagsetningar i
hlaupárum við almanök um hlaupár. Er nauðsyn-
legt að gæta þessarar varúðar, þegar um er að ræða
dagsetningar í janúar eða febrúar.
Páskar prótestanta voru árið 1724 9. apr. og 1744
29. marz. Getur verið, að einhverjar dagsetningar hér
á landi hafi þessi ár verið byggðar á þvi timatali,
þótt flestar dagsetningar séu i samræmi við páska-
töfluna hér að framan. „ , „ „ , ,
Porkell Porkelsson.
(74)