Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 89
myndaður af söfnuðum, sem klofnuðu frá íslenzka
kirkjufélaginu og gengu í samband við aðra söfn-
uði utan kirkjufélagsins (únítara), en líklega mun
sambandssöfnuðurinn mega teljast lútherskur eins og
kirkjufélagið, þó að hann gangi ef til vill eitthvað
skemur í rétttrúnaði.
Meðal annarra trúflokka, sem slengt er saman í
yfirlitinu, eru rómversk-kaþólskir 172, baptistar 87,
mormónar 85, alþjóðabiblíunemafélag 51, hvítasunnu-
söfnuður 47, aðventistar 35, Hjálpræðislierinn 26,
grísk-orþódoxa kirkjan 5, gyðingur 1, en þar að auki
fjöldi annarra trúflokka.
Ólæsir eða óskrifandi. í Kanadamanntalinu eru
skýrslur um, hve margir eru ólæsir eða óskrifandi
eldri en 10 ára. Af íslenzku þjóðerni voru það
Karlar ................ 79 eða l.o °/o
Konur ................. 93 — l.j —
Samtals 172 eða l.i°/«
Með lægri hlutfallstölu en íslendingar voru aðeins
þeir, sem voru af brezku (ensku, skozku, írsku)
ætterni (0.9%), og jafnháir íslendingum voru Norð-
menn, en meðaltalan af öllum íbúum landsins eldri
en 10 ára var 3.4%. 1921 var tilsvarandi meðal-
tala íslendinga 2.0% og fyrir neðan þá voru, auk
brezku kynstofnanna, Svisslendingar, Norðmenn og
Danir.
En það er mikill munur að þessu leyti á þeim,
sem fæddir eru í Kanada eða annars staðar i brezka
ríkinu, og þeim, sem aðfluttir eru frá öðrum lönd-
um. Meðaltala fyrra floklcsins í öllu Kanadaríki var
1931 2.6%, en hins síðari 8.6%. Hlutfallstala íslend-
inga, sem fæddir eru á íslandi, er líka töluvert hærri
heldur en þeirra, sem fæddir eru i Kanada, 2.4%
(1.9% af körlum og 2.9% af konum), og verða þá
lægri þeir, sem fæddir eru á Norðurlöndum (Dan-
mörku 1.6, Svíþjóð 1.8, Noregi 1.9), Sviss (1.8) og
(85)