Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 33
í samningnum er það skýrt tekiö fram, að með
honum sé að fullu og öllu bundinn endi á allar
deilur páfadómsins og konungsstjórnar á Ítalíu.
Þessi samningur var fyrst og fremst verk Pacelli
kardínála, því að hann var milligöngumaður milli
Mussolinis og Gaspari kardínála, og er í raun
réttri talinn hinn virkilegi höfundur hans. En með
samningnum varð páfinn aftur veraldlegur þjóð-
höfðingi og fékk aulcið völd sin stórkostlega á sviði
kirkjumála. Mussolini losnaði aftur á móti við trú-
arbragðadeilur og ávann sér stuðning kirkjunnar,
en það er víst, að honum hefir þótt nóg um dugnað
Pacellis, því hann lagðist eindregið á móti því, að
hann yrði kjörinn páfi. En er hann sá, að hann
fékk þar engu um þokað, var hann fljótur að
skipta uin afstöðu.
Það er álit margra manna, að rómversk-kaþólslca
kirkjan sé nú stödd á tímamótum. Hún hefir jafnan
haldið þvi fram, að hún ætti ekki aðeins að hafa
trúarlegt, heldur einnig pólitískt vald, en hún hefir
oftast fylgt veraldlegum valdhöfum að málum í
baráttunni gegn nýjum hreyfingum i þjóðfélagsmál-
um. Hún var andvíg nazismanum og hún hefir
jafnan beitt sér gegn jafnaðarstefnunni. Yfirleitt má
segja, að höfuðsynd kirkjunnar sé, að hún hefir
ekki beitt sér sem skyldi fyrir bættum veraldlegum
kjörum fátæklinganna. Hér eru þó margar undan-
tekningar, svo sem Píus XI.
Hið eldforna skipulag og festa kaþólsku kirkj-
unnar og kröfur hennar um hlýðni og aga hafa
íafnan staðið í vegi fyrir því, að hún gæti unnið
uieð nýjum stefnum í opinberum málum. í þessu
liggur hætta hennar, nú á tímum þjóðfélagsbylt-
inganna.
Auk viðureignarinnar við fasista og nazista, eru
Spánarmálin eitt hið erfiðasta, sem Píus XII fær
við að stríða. Franco þykist vera rétttrúaður sonur
(29)