Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 98
er, hefir félagið nú um langt árabil rekið algerlega
ópólitíska útgáfustarfsemi með almenna fræðslu að
markmiði, þrátt fyrir pólitískt kosna stjórn.
Útgáfufélag, sem vill starfa fyrir þjóðina alla, er
menntastofnun, eins konar þjóðskóli, eða hvað menn
vilja kalla það. Vegna þess, að það vill eiga erindi
til mjög margra manna, ólikra að skoðunum og and-
Iegum þörfum, þarf það að geta sinnt fjölbreyttum
verkefnum. Það þarf-að geta gefið út nokkuð mikið
af bókum og sinnt eigi aðeins fróðleik, heldur einnig
skemmtun. Að sjálfsögðu þarf að vekja menn til
umhugsunar um hversdagslega gagnleg viðfangsefni.
En eigi síður ber því að kenna mönnum að átta
sig á helztu leiðarmerkjum á braut nútímamannsins
til andlegs þroska, skilnings og áhuga á margvísleg-
um viðfangsefnum tilverunnar er ofar liggja dag-
legri önn. Til þess að geta beitt sér að slíku starfi
með von um góðan árangur þarf það að eignast
marga stuðningsmenn, stóran lesandahóp. Þjóðvina-
félagið hefir aldrei eignazt það fylgi, er því dygði
til þess að geta innt þetta starf þannig af hendi, ekki
neitt nálægt því. Það hefir barizt góðri baráttu og
haldið virðingu sinni frá fornu fari. En möguleikar
nýrra og breyttra tíma hafa alltof lengi gengið því
úr greipum.
Nú þótt hagur félagsins hafi haldizt í góðu horfi,
innan sinna þröngu takamarka, og ekki virtist ann-
að líklegt en að svo mætti enn verða um sinn, hefir
stjórnarmönnum þess, sumum a. m. k. og þar á meðal
þeim, sem þetta ritar, þótt til oflítils varið umsjá
og starfi félagsins vegna, ef ekki yrði ráða leitað
til þess að efla það og afköst þess að allmiklum mun.
Enda óskemmtilegt að horfa aðgerðalaust á það, að
meira eða minna flokkslitaðar félagsútgáfur næði æ
meiri tökum á þeim hópi íslenzkra manna, sem bæk-
ur vill eignast og lesa sér til menningarauka. Hér er
þó sannarlega meiri þörf á að greiða flækjur en
(94)